Vaka - 01.05.1929, Page 75
[vaka]
UM MÁLMA Á ÍSLANDI.
69
liggi platínan hrein í sandi, þá hefir hún verið unnin,
þó eigi hafi náðst meira en % gramms úr smálest.
Sumir halda, að allt sé fengið með því að finna ríkt
gull í smáæð. En slíkur fundur getur verið mjög þýð-
ingarlítill. Aðalatriðið er að rannsaka, livort staðurinn,
sem gullið finnst í, getur talizt „gullland“, það er, að
gulls verði vart á stóru landsvæði.
Ef t. d. hvergi yrði vart við gull í Mógilsá nema í
rnjóu kalkgöngunum, þá mætti telja gullfundinn þar
þýðingarlítinn, eða jafnvel þýðingarlausan.
Eg vil svo þakka öllum þeim, sem stutt hafa mig á
einn eða annan hátt við athuganir mínar, sérslaklega
vil ég þakka þeim manni, sem lengst var fylgdarmað-
ur minn, Sigurði Eiríkssyni á Hvalnesi, sem reyndist
inér ágætlega. Hann er sérlega dyggur og fjölhæfur
dugnaðarmaður, smiður góður, vanur að herða, bora
og sprengja og hefir nú orðið glöggt auga fyrir því að
leita að málmum. Hans góðu hæfileika ætti því að
nota við málmleit og námuvinnu.
Að lokum vil ég geta þess, að ég hefi ekki notið
neins styrks af almanna fé til þessara athugana.
Björn Kristjúnsson.