Vaka - 01.05.1929, Side 80
74
GUÐMUNDUR FRIÐJÓNSSON:
[vaka]
ings og þó ekki meira en svo, að likindablær sé á við-
burðunum.
Ragnár E. Kvaran hyggst að sækja mig til nokkurs-
konar sektar i'yrir sögukorn, sem ég hefi samansett
og heitir „Lauf úr landi minningáhna“. Þessi sinásaga
segir frá unglingi í vegagerð, vinnulötum vindilssnáða
og ömmu hans, sem iðin var og staðföst í íásinni.
Þessi drengur varð síðan foringi (ó)jafnaðarinanna i
raun og veru. Ragnar hefir þessa sögu fyrir vönd á
mig og tekur hann hana til dæmis um óvild mína til
æskumanna.
Engin bogalist lcemur í Ijós i þessari örvarsendingu.
Smásaga e r a 1 d r e i a n n a ð e n m y n d ú r I í f -
i n u -— e i n e i n a s t a m y n d , ef hún er þá nokk-
uð nema rugl. Stundum er sögukjarninn dagsannur,
stundum búinn lil í likingu við atburði. Þessi saga mín
er á þann hátt tekin u])p af götu rninni, að letinginn í
brautarvinnunni var lil og er nú orðinn leiðtogi í
þorpi sósíalista. Gamla konan var til, eins og henni er
lýst, en var þó honum óskyld. Ég tók mér það frelsi í
frásögriinni. Það hefir þótt viðbrenna í landi voru, að
sumir vegavinriubrautingjar hafa þótt latir. Ég þekki
þetta norðanlands. Sonur minn var n. I. vor í þess-
háttar vinnu sunnanlands. Honum blöskraði það, hve
sumir mennirnir þar unriu ineð hangandi hendi, vóru
látlaust að Hta á úrin og telja mínúturnár. Þessi virinu-
hylskni brennur við um öll lönd, þar sem unnið er fyr-
ir ríkið. Ragnar gerir sig einfaldan í þessu máli, t. d.
þegar hann lætur i veðri vaka, að mér hafi þótt svo
mikil nauðsyn á að rita um þetta, að ég hafi farið með
það í Tímarit þjóðræknisfélagsins! Honum dettur ekki
í hug, að eftir mér hafi verið dorgað til að skrifa í
ritið. Og hann dregur fjöður yfir það, að ég hefi í það
ritað um ýmislegt annað.
Nú skal ég ganga nær Ragnari, svo að honum verði
minriileg orðaskiftin. Ef það væri svo, að þessi saga