Vaka - 01.05.1929, Page 83
[vaka]
VIÐNÁM — EKKI FLÓTTI.
77
eru svo gífurleg, að sparisjóðaféð er litlu meira. Vér
stöndum í flæðarmáli noltkurskonar, þar sem útsogið
er viðlíka sterkt sem aðfallið.
Og hvað segja vitrir menn urn berklaveiki þjóðar
vorrar? þeir, sem mestan átrúnað hafa á menningunni,
verða að horfa á það eins og hinir, að sýkin sii færir
lit kvíarnar og eykur landnám sitt þrátt fyrir fegrað
fatasnið, aukið hreinlæti og lostætari mat. Og krabb-
inn magnast látlaust í landi voru — og ríkinu!
Mér dettur í hug atvik nokkurra ára gamalt. Ég var
staddur á sýslufundi og kom þar fram tilboð frá
Búnaðarfélagi íslands, sem hampaði matreiðslukonu
þeirri, er námsskeið ætti að halda í sýslunni, ef nefnd-
in vildi styrkja. Einn nefndarmaður reis á fætur og
vildi ekki sinna þessu. Hann mælti á þá leið: Ég hefi
komið á höfuðból og í heiðakot og alstaðar fengið á-
gætan íslen'zkan mat, þrifalegan og kjarngóðan. Þetta
stafar af því, að um ár og aldir hafa dætur lært af
mæðrum sínum þá matargerð, sem hæfir hezt í landinu
og þjóðinni gagnar í því loftslagi, sem hún hefir alizt
við. Kássuréttir og sætabrauð matreiðslukvenna, sem
lært hafa utanlands, er okkur óþarft og ef til vill
skaðleg^ faraldur.
Framfaramennirnir réðu í nefndinni og tóku við
konunni. Mér var sagt, að hún hefði kennt að búa til
allskonar ,,hátíðamat“ og „sætabrauð“. Hinsvegai'
höfðu sveitakonur gaman af þessum námsskeiðum, og
er það ekki til þess að telja eftir. En þess vegna minn-
ist ég á þetta, að nú ritar dr. Björg í „Vöku“ um
matreiðslu og grípur i sama strenginn, sem sýslu-
nefndarmaðurinn greip, með sömu ástæðum og líkri
röksemdafærslu. Ef Ragnar Ivvaran og hans jábræð-
ur hefðu verið á þessum fundi, myndi hann hafa haft
þau orð á spöðunum, að þessi maður væri á „flótta
frá menningunni". Kenningin um bætiefnin eða fjör-
efni fæðunnar var ekki kunn, þegar þetta bar á góma