Vaka - 01.05.1929, Qupperneq 87
JÓN SIGURÐSSON
OG ÞINGVALLAFUNDURINN 1873.
í grein, sera birt var í „Morgunblaðinu" 9. febr.
þ. á„ gerir Páll Eggert Ólason prófessor að umtalsefni
nokkur orð i grein eftir Kristján Albertson f. ritstjóra,
sem blaðið flutti 1. s. m„ og lúta þau orð að því sem
gerðist á Þingvallafundi 1873; en að öðru leyti er grein
Kr. A. eingöngu um það, sem fyrirsögn hennar bendir
til: „Hvar á stytta Hannesar Hafsteins að standa?“
Orðin, sem hr. P. E. Ó. tekur fyrir og hneykslast svo
mjög á, sem bráðum skal sýnt verða, eru á þá leið,
að það varpi ekki rýrð á minning Jóns Sigurðssonar,
að hann varð í minni hluta á Þingvallafundinum 1873,
vildi fara skemmra í kröfum en landar hans.
Þessi orð gefa hr. P. E. Ö. tilefni til að láta i ljós,
að það sé engin nýjung að sjá nafn Jóns Sigurðssonar
dregið fram til stuðnings stjórnmálafl.(okkum) hér-
lendis hina síðari áratugi; að vitanlega sé ekkert við
slíku að segja, þegar orð hans sé tekin upp óbrengluð
og stefna hans rétt skilin, en að svo sé ekki ætíð, og
að þess megi finna nokkur dæmi að nafni hans og
minningu hafi verið hraklega misboðið á þenna hátt.
Eitt dæmi þess sé hin tilfærðu orð hr. Kr. A. Þau sé
hermd svo fortakslaust, að auðsætt sé að höf. telji dóm
sinn óskeikulan og hyggi að þar liggi óvefengjanleg
staðreynd að baki. Þetta sé óvarkárni af höf., en þó
megi játa að honum sé nokkur vorkunn í þessu efni.
Hvað það sé, sem virða megi honum til málsbóta, er
ekki tekið fram, nema það skyldi eiga að vera það,
sem kemur svo i beinu framhaldi, að hr. P. E. ó. þyk-
ist vita það til höf., að hann muni ekki vilja fara vis-
6