Vaka - 01.05.1929, Side 90
84
SIGURÐUR ÞÓRÐARSON:
| VAKA |.
þvi sem haldið var fram. Býst ég þó við að ég hafi
ekki verið ver að mér í stjórnarmálinu (og reyndar
ekki heldur betur) en gerðisí um námsmenn á þeiin
árum, og áreiðanlega ekki ver en sá almenningur, sem
til þessa hafði varpað allri sinni áhyggju i þessu máli
(þar sem áhyggja stakk sér niður) upp á Jón Sigurðs-
son og sótt allt sitt vit og alla sína viðleitni í því til
hans, en átti nú að fara að verða borinn fyrir alger-
lega nýrri stefnu i því. Allt til þessa hafði ég heyrt tal-
að svo um Jón Sigurðsson og stjórnarbótarmálið, sem
yrði maðurinn þar ekki greindur frá málefninu, sem
væri málið persónugert i manninum, enda mátti heita
að hann hefði á hendi það (ólaunaða) embætti að vera
talsmaður landsmanna í því, og hefur fyrir það óefað
oftar en einu sinni sett sig úr færi á að öðlast launaða ’
stöðu. Mér kom það þvi algerlega á óvart og í opna
skjöldu, að fjöldi fulltrúa af öllu landinu skyldi allt í
einu vilja heimta miklu m e i r a stjórnfrelsi en hann
hafði nokkurn tíma farið fram á eða vildi enn fara
fram á. Mér fór sem sjálfsagt mörgum verður, er
hlustar á umræður uin mál, sem hann botnar ekki i,
að hann laðast að þeim ræðumönnum, sem lipurt hafa
tungutak og la^lega framsetningu. Einn af meirihluta-
mönnunum á fundinum var séra Pá!I Pálsson frá
Prestsbakka á Síðu, tungumjúkur maður og áheyrilegur
og ísmeygilegur í viðmóti (í grein i blaðinu „Víkverja“
22. júlí 1873 nefnir séra Matthías Jochumsson hann
„einn af skörungum fundarins"). Mér þótti svo áferð-
arlaglegt það sem hann sagði, að ég hélt sannleikann
vera vandlátan, éf hann vildi ekki una undir svo sléttu
formi. Um fundarhlé var ég svo á gangi fyrir utan
fundartjaldið og kom þar að, sein nokkrir menn voru
á tali uin það, sem var að gerast. Meðal þeirra var
stúdent einn, „rauður“ mjög, maður sem ég hélt þá
að væri kunnugri stjórnarbótarmálinu en alinennt
gerðist um námsmenn. Hann sagði við þá sem stóðu