Vaka - 01.05.1929, Side 92
86 SIGUlttíUH HÓRÐARSON: Ivaka]
hverja samþingisinenn sína og fiokksbræöur, og hann
setti fundinn 26. júni nefnt ár. Fundarboðið hefur
víst ekki verið prentað og ég hefi ekki séð það. En uni
tilganginn með fundarboðuninni farast H. Kr. Fr. svo
orð í fundsetningarræðu sinni (eftir „Víkverja"): „Hann
sagðist hafa stefnt þessum mönnum, er hér værn sam-
an komnir, til fundar, af því hann hefði tekið eftir,
að það væri alinenn ósk hér á landi, að Þingvalla-
fundur væri haldinn á þessu sumri. Fundurinn ætti
einkum að ræða stjórnarbótarmálið .............. Fund-
urinn, er nú væri settur, ætti einkum að kveða upp álit
sitt um það, livort meiri hlutinn á alþingi hefir styrk
þjöðarinnar. Spursmál mundi verða um það, hvort
ætti að halda hinni sömu stefnu í stjórnarbótarmálinu
og meiri hlutinn hefði haft, eður breyta nokkru til.
— Aðaltilgangur fundarins væri þannig að ræða stjórn-
armálið, en önnur mikilvæg málefni mætti eins bera
upp á fundinum". — Þetta kemur heim við það sem
stendur í „Göngu-Hrólfi“ (blaði Jóns Ólafssonar) 14.
júli s. á.: „Meiri hlutinn á alþingi 1871 hlaut að finna
til þess, hverja þýðing og áhrif það gat haft, að inn
alræmdi minni hluti á þinginu þá reyndi að veikja þýð-
ing meira hlutans og skerða traust og tiltrú konungs-
ins til þingsins með því að bera fram í álitsskjalinu til
konungs þau vitanlegu og helberu ósannindi, að meiri
hlutinn færi eigi því fram, er samkvæmt væri vilja al-
þýðu á íslandi. Meiri hlutinn var því tilneyddur, að
hrinda af sér því ámæli ineð einhverju móti............
Það mun því hafa verið eftir samráði við helztu sam-
flokksmenn sína, að þingmaður Reykvíkinga skrifaði
(í vetur?) öllum þingmönnum, og skoraði á þá um,
að efna til almennra kosninga til þjóðfundar .4 Þing-
velli“. — Nú voru samankomnir á Þingvöllum 36 kjörn-
ir fulltrúar af öllu landinu. Þegar ákveðið hafði verið
að kjörnir fulltrúar einir skyldu hafa atkvæðisrétt á
fundinum, en að öðrum skyldi frjálst að taka þátt í