Vaka - 01.05.1929, Qupperneq 97
t VAKft
.1. S. <)(i I'INGVAI.LAFUNDl'líINN 1873.
91
Að endingu lýsti Jón á Gautlöndum því yfir, að hætta
mundi vera, ef menn yrðu eigi samdóina um þetta
aaiði, fyrir, að alþingi „þrískiftist" í sumar; meiri hluti
þingsins hefði lengi „staðið á veikum fótum“.
Atkvæðagreiðsla fór svo, að 1. atriðið var samþykkl
með 24 atkv. gegn 7, en hin 5 atriðin í einu hljóði.
Eftir þingtíðindunum 1873 var ennfremur samþykkt
i einu hljóði svolátandi varatillaga: „Að hans hátign
konunginum mætti þóknast, að lcalla sem allrafyrst
sainan þjóðfund hér á landi með fullu samþykktar-
atkvæði, samkvæmt kosningarlögunum 1849, og að
fyrir hann verði lagt frumvarp til fullkominnar stjórn-
arskrár fyrir ísland“.
Til að færa konungi hænarskrá fundarins voru
kosnir;
Jón Sigurðsson frá Kaupmannahöfn,
Jón Guðmundsson málflytjandi,
Tryggvi Gunnarsson kaupmaður,
og til vara Ásgeir kaupmaður Ásgeirsson og Björn
stúdent Jónsson.
Jón Sigurðsson lýsti því þegar yfir, að hann gæti
sjálfsagt eigi flutt þá bænarskrá fram fyrir hans há-
tign konunginn, er færi fram á það, er hann hefði mót-
mælt, og þegar einstakir fundarmenn sögðu, að þeir
með kosningunni hefðu viljað sýna Jóni það traust og
þá virðingu, er þeir bæru fyrir honum, taldi hann á þá
fyrir það, að þeir hefðu getað haldið hann svo óstöð-
ugan og hviklyndan, að hann nú vildi fylgja því fram,
sem hann nýlega hefði mótinælt. Það væri skylda hvers
manns jafnan að fylgja sannfæringu sinni og það væri
lítið traust til inanns að halda að hann mundi bregða
út af því. Hefði fundurinn haft traust á sér, þá hefði
hann aðhyllzt tillögur sínar.
Jón Guðmundsson sagðist eigi vilja flytja bænarskrá
fundarins fyrir konung, ef alþingi féllist eigi á niður-
lagsatriði hennar".