Vaka - 01.05.1929, Side 99
[vaka]
.1. S. (JG ÞINGVALLAFUNDURINN 1873.
93
armönnum. Tvær athugasemdir hef ég orðið var við að
hat'i komið fram við skýrsluna í „Víkverja“. Önnur
þeirra var frá séra Matthíasi Jochumssyni, sem var
einn af minnihlutamönnunum á fundinum, og er prent-
uð i „Víkverja“ 22. júlí 1873. Hann byrjar grein sína
með þessum orðuin: „Skýrsla yðar í 8.—9. tbl. „Víkv.“
mun hafa sinn dóm með sér, þó eg dæmi hana ekki“.
Á þessu er svo að sjá sein hann hafi verið eitthvað
óánægður ineð skýrsluna. En ekki gerir hann upp-
skátt, hvað sér mislíki, nema í einu mjög óverulegu
atriði. „Víkverji" hafði sagt svo frá, að þegar þeir Jón
Sigurðsson og Jón Guðmundsson höfðu afsagt að fara
á konungsfund, hafi séra Matthias boðið sig fram til
fararinnar. Honum líkar ekki þetta orð „boðið sig
fram“ og segir söguna þannig, að þegar erfiðleikar
reyndust vera á því að fá menn til fararinnar, hafi nokkr-
ir fundármenn lagt að sér að takast ferðina á hend-
ur, og þá f y r s t hafi flogið í huga sinn, „að þelta væri
máske ekki nema áræðisleysi“ — og má segja, að eftir
að Jón Sigurðsson hafði afsagt að fara og borið fyrir
sig þá ástæðu, sem hann hafði tjáð fundinuin, þurfti
skoðunarbróðir hans óneitanlega á áræði að halda til
að taka á móti kosningu. Hann kveðst svo hafa sagt
hljóðlega á þessa leið við séra Pál Pálsson: „Vissi ég,
að fundarmenn vildu mig, þá sæi ég ekki ástæðu til að
neita förinni, ef aðrir mér betri færu með“. Hafi séra
Páll svo óðar borið það upp, að hann mundi fáanlegur,
og að vörmu spori hafi svo verið búið að kjósa sig í
einu hljóði. Munurinti er þá þessi: séra Matthias gaf
kost á sér, þegar á hann var skorað, en bauð sig ekki
frain að fyrrabragði. — í annan stað getur „Göngu-
Hrólfur" þess 14. júli 1873 „eftir beinni ósk frá ýms-
um þjóðfundarmönnuin", að ranghennt sé eitt atriði
i skýrslunni í „Vikverja", en tekur ekki frain hvernig
rétt eigi að vera sagt frá. Ritstjórn „Víkverja" hélt þvi