Vaka - 01.05.1929, Page 101
[ VAKA
.1. S. OG ÞINGVALLAFUNDURINN 1873.
95
yorum inálum, þó að vér jafnan höfum gert ráð fyr-
ir, að nokkur mál yröu sameiginleg með íslandi og
Danmörku". Séra Matthías Jochumsson segir í á-
ininnztri grein i ,,Vikverja“: „Mér kom ekki til hugar
að bjóða mig fram til sendifararinnar, enda hefði ég
inátt efa, að meiri hluti fundarins mundi hafa traust
á mér til þess, einkum þar ég hafði mest allra fundar-
manna hvatt menn til að setja eigi 1. atr. nefndar-
frumvarpsins“ (um persónal uniónina) í niðurlagsat-
riði ávarpsins til konungs. Þess eins óskaði ég með
sjálfum mér (— ég skal vera hreinskilinn —) ,að einn
af þeim, sein voru á sömu skoðun og ég í nefndu atriði,
gæti lent i sendinefndinni, sem ég og vonaði að verða
inundi Jón Sigurðsson frá Khöfn — ekki til þess að
ég ætlaði hinum sama að draga úr erindisrekstrin-
um við konung, heldur fannst mér það einhvernveginn
eðlilegast". Hér sjá menn hvort það var smáræði, sem
á milli bár: persónusamband annarsvegar og málefna-
samband hinsvegar. Og þetta eru eigin orð séra Matthí-
asar, en ekki blekkingar úr „Víkverja".
Enn skulu hér tilfærð orð Jóns Sigurðssonar sjálfs
(„Andvari“ I. bls. 97); „Aðaluppástunga þingsins (þ. e.
alþingis 1873) fer djarflega hinu sama fram, sem þing-
ið hafði áður farið, og þó í sumum stórvægilegum grein-
um töluvert lengra. Um sambandsmálið við Danmörku
fer það að vísu ekki eins langt og uppástungur Þing-
vallafundarins, en þingið lætur það óákveðið, hvern-
ig sambandið skuli lagað milli íslands og konungs-
veldisins, því það vill láta tímann og reynsluna leiða
í Ijós hvernig þessu sambandi verði haganlegast fyrir
komið. Þetta var samkvæmt uppástungum þjóðfundar-
ins 1851“. í þessu stutta máli er þrennt sagt. Fyrst er
með sem vægustum orðum drepið á ágreininginn milli
Þingvallafundarins og alþingis. Þar næst ber máls-
greinin órækan vott um að Jón Sigurðsson taldi ekki
loku fyrir það skotið, að íslendingum tækist að auka