Vaka - 01.05.1929, Page 104
98
SIGURÖUK ÞÓRÐARSON:
[vaka]
flokki fullt eins góð og áður, eftir því sem hún g e t u r
verið“.
Ég sé ekki betur en að úrslit stjórnarmálsins á al-
þingi 1873 hafi verið sannkallað nieistaraverk Jóns
Sigurðssonar. Honum tókst ekki einungis að halda sam-
an þeim meiri hluta þingmanna, sem fylgt hafði hon-
um til þessa, og hafði þó bólað á nokkrum sundrung-
armerkjuin á Þingvallafundinum, heldur vann hann og
til fylgis við sig og sínar kenningar allan minni hlut-
ann í þinginu, sem þangað til hafði verið honum svo
erfiður, bæði hina konungkjörnu sex, sem ætíð höfðu
talið sér skylt að vera á móti honum, og þá þrjá þjóð-
kjörnu þingmenn, sem tekið höfðu höndum saman við
þá á undanförnum þingum. Á þinginu 1871 kvað svo
inikið að mótstöðu þessa níu manna minni hluta, að
þegar meiri hlutinn þóttist knúður til að lýsa því yfir^
i álitsskjalinu til konungs í stjórnarbótarmálinu, að
hann gæti ekki viðurkennt, að stöðulögin frá 2. jan.
1871 væru bindandi fyrir ísland, þá heimtaði minni
hlutinn tekna og fékk tekna í álitsskjalið harðorða á-
drepu til meiri hlutans fyrir yfirlýsinguna, taldi sig öld-
ungis fráhverfan „hinum röngu skoðunum", sem hún
væri byggð á, og mótmælti henni í fyllsta máta. Kvað
sér þykja það sorglegt, að hið ráðgefandi fulltrúaþing
íslendinga skyldi vekja efa um gildi þeirra laga, sem
hans hátign hefði sett um hina stjórnarlegu stöðu ís-
lands i ríkinu, og furðu gegna, að meiri hluti þings-
ins skyldi ekki hafa réttari hugmyndir um skuldbind-
andi kraft þeirra laga, er hans hátign setti fyrir þetta
Jand, og kvaðst minni hlutinn finna sér skylt að lýsa
yfir því áliti sínu, að slíkar ískyggilegar skoðanir sé
ekki sainkvæmar hugsunum og vilja íslendinga yfirhöf-
uð“. — Það voru niðurlagsorðin í þessari yfirlýsingu
minni hlutans sem gáfu tilefni til þess að boðað var
til Þingvallafundar, til þess að sýnt yrði, hvort meiri
hhiti alþingis hefði meðhald almennings eða ekki.