Vaka - 01.05.1929, Side 105
VAKA
.1. S. OG I>1NGVALLAFUNDURINN 1873.
99
Á alþingi 1873 kvað nú nokkuð við annan tón. Um-
ræður um stjórnarmálið urðu ekki langar og því siður
með þeim hita sem hrunnið hafði við á undanförnum
þingum. Og bænarskráin til konungs i málinu var sam-
þykkt með 25 atkvæðum samhljóða (á þingi áttu sæti
26 menn auk forseta og konungsfulltrúa, en við at-
kvæðagreiðsluna var 1 þingmaður (þjóðkjörinn) fjar-
verandi sökum lasleika). í bænarskránni var þó ekki í
neinu slegið af þeim kröfum eða kenningum, sem Jón
Sigurðsson hafði frá upphafi og til hins síðasta haldið
fram og meiri hluti þingsins fylgt honum í. En nokkuð
varð hann að vinna til, að svo eindregið samkomulag
hefðist fram, og sú tilslökun felst í varabeiðni, er sam-
þykkt var með 25 samhljóða atkvæðum og hljóðaði svo:
„(leyfir þingið sér að beiðast þess) a ð ef yðar hátign
eigi þóknast að staðfesta stjórnarskrá þessa, eins og hún
liggur fyrir, að yðar hátign þá allramildilegast gefi Is-
landi að ári komanda stjórnarskrá, er veiti alþingi
fullt löggjafarvald og fjárforræði, og að öði-u leyti sé
löguð eftir ofannefndu frumvarpi, sem framast má
verða“, og cru svo sérstaklega tekin fram nokkur atriði
og þeirra síðast: „a ð endurskoðuð stjórnarskrá, byggð
á óskertum landsréttindum íslendinga, verði lögð fyrir
hið fjórða þing, sem haldið verður eftir að stjórnar-
skráin öðlast gildi“. Þessi fyrirvari hafði verið sam-
þykktur með 24 atkvæðum samhljóða.
Þetta mátti segja að væri „að standa á réttinum og
lúta hátigninni". Fyrir eindreginn flutning konungs-
fulltrúa og liinna konungkjörnu þingmanna lét Jón
Sigurðsson og meiri hlutinn til þess leiðast að sam-
þykkja þessa varabeiðni, þótt beint lægi við að skilja
hana svo og hún væri af sumum mönnum túlkuð svo,
að hér væri verið að selja Dönum sjálfdæmi í stjórn-
ardeilunni. Því þó að bænarskrá þingsins væri stiluð til
hins einvalda konungs, þá gekk þó enginn duldur þess,
að hin danska stjórn konungs vrði fyrir svörum og