Vaka - 01.05.1929, Qupperneq 107
| vaka]
J. S. OG ÞINGVALLAFUNDURINN 1873.
101
hefði getað sýnt Danastjórn fram á, að fyrir undan-
farandi ára atfexli hennar og dansks löggjafarvalds
(setning stöðulaganna, ýmsa lagasetning gegn ráðum
alþingis, stofnun landshöfðingjadæmis) væri landslýð-
urinn hér orðinn svo leiður á þófinu og vonlaus um
samkomulag, að hann vildi nii orðið ekki heyra annað
nefnt en algerðan skilnað við Danmörku. Þá braut
vildi alþingi að vísu ekki leggja út á, eins og það væri
enn skipað, enda bæru kröfur þess, er það hefði hingað
til gert í stjórnarbótarmálinu, vott um, að það vildi
halda fast við sambandið við Danmörku. En þvi að
eins gætu báðir aðilar haft gagn og gleði af samband-
inu, að Danir létu einhverntíma af því að halda fyrir
Islendingum eðlilegum rétti þeirra, hvað sem liði ríkis-
réttarkenningum, til að skipa sjálfir innanlandsmálum
sínum og stjórna þeim. En Þingvallafundurinn vildi
hafa þetta öðru vísi. Hann afréð að fara beina leið til
konungs og biðja hann að staðfesta frumvarp, sem
fundurinn nefndi ýmist frumvarp til stjórnarskrár fyr-
ir ísland eða undirstöðuatriði undir stjórnarskrá fyrir
Island. Konunginum, sem fyrir skemmstu hafði stað-
fest lagafrumvarp frá ríkisdeginum danska um stöðu
íslands í ríkinu, var nú ætlað að staðfesta lagafrum-
varp frá fundi á Þingvölluin um að ísland væri fyrir
utan það riki. Það hefði ekki átt að þurfa svo reynda
og glögga stjórnmálamenn sem þá Jón Sigurðsson og
Jón Guðmundsson til þess að fá fundarmenn ofan af
þessari fyrirætlun, svo óboðleg og óframbærileg sem
fundarályktunin var bæði að efni og frágangi. En
fundurinn sat við sinn keip. Það hefur líklega verið
eitthvað til i þvi sem fundarstjórinn sagði um leið og
hann sleit fundinum, að „það hefði komið fram á þess-
um fundi eins og á fleiri fundum vorum fyr, að menn
hefðu verið ófúsir á að sveigja til í tillögum sínum,
jafnvel i atriðum, er vörðuðu litlu". Ef fundarmenn
hefðu hlítt forsjá Jóns Sigurðssonar og látið sér nægja