Vaka - 01.05.1929, Qupperneq 112
10B S. Þ.: J. S. OG ÞINGVALLAFUNDURINN 1873. Ivaka]
En þær stundir hafa orðið færri og færri eftir því
sem tímar hafa Iiðið fram. Samvinnu íslendinga til að
öðlast sjálfsforræði hefur flokkadrátturinn fylgt sem
skugginn fylgir líkamanum, alla tíð síðan sú samvinna
var tekin upp aftur eftir daga Jóns Sigurðssonar. Og
sú meinblandna samvinna hefur með öðrum atvikum
leitt til þess, að landsmenn hafa á skömmum tíma inn-
byrt meira sjálfsforræði en þeir eru menn fyrir að
torga. Hver dagur, sem rennur upp, sýnir glöggar
og glöggar, hvað ástandið í landinu er að verða æ skað-
legra og skammarlegra. Hvort íslendingar eru menn til
að ráða bót á óstandinu, mun framtiðin leiða í ljós.
En eitt hafa þeir til þess e n n : næði. Meðan sam-
bandið við Dani helzt, þurfa þeir ekki að óttast, frem-
ur en þeir óttast nú eða hafa óltazt í 5—6 aldir, að
aðrar þjóðir fari að metast um, hver þeirra eigi að
hafa hér mest að segja. En því næði eru menn nú að
fyrirgera. Ég veit ekki hvernig nokkur vafi getur á því
leikið, eins og i pottinn er búið, að sambandinu við
Danmörku verði sagt upp eftir 1940, ef íslendingar
verða einráðir um það mál. — En þegar svo er komið,
þá verður það, þrátt fyrir allt, stefna Þingvallafund-
arins 1873, sem borið hefur sigur af stefnu Jóns Sig-
urðssonar í sjálfstjórnarmálinu. Það er sem enginn
hugsi út í það, að slíkri breytingu frá því, sem nú er,
hlýtur að fylgja nýtt fyrirkomulag á tryggingu lands-
ins út á við. Eins og nú stendur, er sú trygging ein-
göngu fólgin i sambandinu við Danmörku. Hvað tekur
við, þegar sambandinu er slitið? Heldur en að horfa
sig tileygða, svo að vægilega sé talað, á það sem liðið
er. ættu sagnfræðingar landsins að drýgja dáð og
fara að leggja það niður í opinberum umræðum,
hvernig koma megi því til leiðar, að landið verði ekki
eftir sambandsslitin ver tryggt gegn erlendri ásælni
og innlendri ótrúmennsku en það er nú.
Sigurð.ur Þórðarson.