Vaka - 01.05.1929, Síða 114
108
SIGURBUR NORUAL:
Ivaka]
ingar og lagasmiðir hverfa í skugga ribbalda og víga-
manna. Öðrum eins sagnaritara og höfundi Egilssögu
þykir það ekki frásagnar vert, að þeir Mýramenn hafi
verið meðal stofnanda allsherjarríkis í landinu. Höf-
undnr Hænsna-Þóris sögu veit ekki eða hirðir ekki að
geta þess, að hryðjuverk þau og deilur, sem sagan seg-
ir frá, hafi leitt af sér jafnmerkilega breytingu á stjórn-
arfari landsins og setning fjórðungsdóma. í Njálu er
sagt frá setningu fimmtardóms eins og tilgangurinn
hafi verið sá einn að fá Höskuldi Þráinssyni goðorð og
kvonfang. Eina undantekningin er íslendingabók Ara
fróða. Þar er leitað kjarna ríkissögunnar, án þess að
hirða um þá atburði, sem lítil eða engin áhrif höfðu á
hana. íslendingabók er ekki einungis hin elzta og merk-
asta heimild um sögu íslands, þar sem hún nær til,
heldur má hún heita einkaheimild um setningu al-'
þingis og stofnun þjóðveldisins. Mest af þvi, sem aðrir
sagnaritarar segja um það efni, er ekki annað en end-
urtekningar og ályktanir af frásögn Ara. En einmitt af
því, að fróðleiksmenn 10. og 11. aldar höfðu hirt minna
um að geyma þessa atburði í minni en ættartölur og
mannfræði, hafa heimildir Ara sjálfs um þá verið ó-
ljósari og fáskrúðugri en hann myndi hafa kosið. Engu
að síður er frásögn hans ómetanleg. Þar má hvert orð
heita vegið á gullvog gætni og dómgreindar, enda leit-
aði hann um hvert atriði til þeirra mann, sem bezt
vissu, og fekk hók sína til umsagnar hinum vitrustu
mönnum. Fyrir þá nútíðarmenn, er gera vilja sér grein
fyrir þeim atburðum, sem hér verður um fjallað, ríður
því mest á að lesa frásögu Ara sem nákvæmlegast og
auka þar hvorki við né draga frá, án þess gildar ástæð-
ur sé til.
II.
Ari segir svo: „Alþingi var sett at ráði Úlfljóts ok
allra landsmanna, þar er nú er. En áðr var þing á
Kjalarnesi, þat er Þorsteinn, Ingólfs sonr landnáma-