Vaka - 01.05.1929, Side 116
110
SlGUIinUR NORDAU:
! VAKA
hæpnum röksemdum. í heimildunum er gerður glögg-
ur greinarmunur á Kjalarnessþingi og alþingi, sem
hendir til þess, að um meiri breytingu hafi verið að
ræða en flutning þingstaðar af Kjalarnesi til Þingvalla.
Get eg yfirleitt vísað um þetta efni til andmæla Ein-
ars Arnórssonar1). En þó að Birni M. Ólsen hafi orðið
það, að vilja sanna of mikið i ritgjörð sinni, er með
því ekki sagt, að engin hæfa sé i skoðun hans. Ummæli
Ara, sem tilfærð voru, benda skýrlega til þess, að
Kjalarnessþing hafi verið merkara en Þórsnessþing og
önnur heraðsþing, sem kunna að hafa verið til áður
en alþingi var sett. Af þeim virðist ekki of djarft að
álykta, að setning alþingis hafi staðið í nánu sambandi
við Kjalarnessþing, einkum ef aðrar likur hníga i sömu
átt.
Melabók Landnámu segir svo:
„Ingólfr var frægstr allra Iandnámsmanna, því at
hann kom at auðu landi ok óbyggðu ok byggði fjnrstr
landit; gerðu þat aðrir landnámsmenn eptir hans dæm-
um síðan“.2)
Þessi ummæli sýna ljóslega, hversu rnikils lngólfur
var virtur í minningu landsmanna, en það hlaut að gefa
1) Alþingisbækur íslunds, I, bls. XXIV—XXVIII,
2) Landnáma, útg. Finns Jónssonar (1925), bls. 28. — Fyrsti
maður, sem bólfastur varð á íslandi, var að vísu Náttfari, sem
eftir varð af Garðari Svafarssyni og eignaði sér fyrstur Reykja-
dal, en varð að brökklast þaðan fyrir Eyvindi Þorsteinssyni og
byggði síðan í Náttfaravik. En uin hann var svo lítils vert í
samanburði við Ingólf, að hann varð ekki talinn höfundur Is-
lands byggðar. I>ó hefur Náttfari ekki verið þræll, eins og hann
er kailaður í Hauksbók, enda átti hann sjálfur bæði þræl og am-
hátt. Setningin í Hauksbók: „gckk þar á Náttfari þræll hans“
(Ldn. bls. 2) er bersýnileg stytting Hauks í stað: „gekk þar á
Náttfari, þræll hans ok ambátt", eins og sjá má af hinum hand-
ritunum. Er eins rétt að unna fyrsta búanda á fslandi þess sann-
mælis, að hann hafi verið frjáls maður, þótt eigi væri liann að
liikindum stórrar ættar.