Vaka - 01.05.1929, Qupperneq 122
116 SIGURÖUR NORDAL: [vaka]
hlaut að vera hröðust fyrst eftir að landnáminu sjálfu
var lokið, og þar gat skift stórum um á einum áratug.
Og skemmri tíma mun Ari ekki hafa hugsað sér milli
útkomu Úlfljóts og þess árs, er Hrafn tók lögsögu.
Það sem nú hefur verið sagt, um hlut Þorsteins Ing-
ólfssonar og Kjalarnesshöfðingja í setningu alþingis
og tímatal þessara viðburða, skýrist enn noldcuð, ef at-
hugað er val þingstaðarins og för Gríms geitskós um
landið.
IV.
Ari segir, að Grimur geitskór, fóstbróðir Úlfljóts,
„kannaði ísland allt at ráði hans, áður alþingi væri
átt“. Seinni tíma sagnfræðingar hafa venjulega þegj-
andi bætt því við orð Ara, að Grímur hafi kannað land-
ið til þess að leita þingstaðar. í almennings vitund er
Grímur sá maður, sem kaus alþingi stað á völlunum,
þar sein það var síðan háð hátt á níundu öld, eins og
Jónas kveður:
Glöggt eg skil, hví Geitskór vildi
geyma svo hið dýra þing.
Þó hafa tveir fræðimenn nýlega gert athugasemdir við
þetta. Eiríkur Briem segir: „Líklegt er, að ferðalag
G,ríms hafi verið til þess að fá menn til að fallast á
hið fyrirhugaða ráð (þ. e. að stofna alþingi), en ekki
til að Jeita að hentugum þingstað; til þess hefði hann
eigi þurfl að kanna Austfirði eða Vestfirði, því að þeir
voru svo afskekktir, að eigi gat verið umtalsmál að
setja allsherjarþingstaðinn þar".1) Ólafur Lárusson
segir um för Gríms: „Sú för hefur varla verið farin
eingöngu í því skyni að leita að hentugum þingstað,
eins og alinennt hefur verið talið, heldur líklega aðal-
lega til þess að vinna menn á stofnun allsherjarríkis-
ins“.2 Þetta er vafalaust rétt athugað. Grímur átti ærið
11 Árliók hins isl. Fornleifafél. 1914, bls. 7—8,
21 Réltarsaga, bls. 9.