Vaka - 01.05.1929, Side 125
[vaka]
SETNING ALÞINGIS.
119
formælandi hinnar nýju stjórnarskipunar við höfðingja
landsins var nauðsynlegt að þekkja hana út í æsar.
Það má telja víst, að Grímur hafi orðið að fara hægt
yfir, og honum hafi ekki enzt ininna en 2—3 sumur
til ferðarinnar.
Það liggur í hlutarins eðli, að um vissa tímasetningu
þeirra atburða, er gerðust fyrir 930, verður aldrei að
ræða. Eftirfarandi tímatal er aðeins sett upp til gam-
ans og til þess að draga saman yfirlit um ágizkanirnar
hér að framan:
918: Úlfljótur kvaddur til utanfarar af Þorsteini
Ingólfssvni og höfðingjum í Kjalarnessþingi.
Úlfljótur í Noregi.
Úlfljótur segir upp lög sin á Kjalarness-
þingi. Ráðinn þingstaður og sendiför Gríms
geitskós.
Ferð Gríms um allt Island.
Fyrsta samkoma höfðingja á Þingvelli.
Úlfljótur hefur lögsögu.
En því gamni fylgir þó sú alvara, að af heimildum er
helzt að ráða, að tildrög alþingis hafi varla tekið
skemmra tíma. Og ef trúa má Grettis sögu og tímatali
Guðbrands um það, að eftirmálin um víg Ófeigs grettis
hafi verið lögð í dóm á Kjalarnessþingi um 910, þá hefur
Kjalarnessþing eflzt svo snemma, að það er mjög eðlilegt,
að þar yrði höfðingjum þegar á öðrum tigi 10. aldar
Ijós nauðsyn fullkominnar lagasetningar. Þess verður
að gæta, að Ingólfur nemur land og reisir bú í Reykja-
vík um 874, en landið fer yfirleitt ekki að byggjast
að neinum mun fyrr en um og eftir 890. Heraðsstjórn
og þinghald í landnámi Ingólfs hlaut því meðal annars
tímans vegna að komast fyrr í fast horf en annars
staðar á landinu, og ekki að furða, þó að einmitt það-
an kæmi hvötin til þess að stofna allsherjarríki.
918—-21
921:
922—24:
925:
926—29: