Vaka - 01.05.1929, Síða 126

Vaka - 01.05.1929, Síða 126
120 SIGURÐUK NORDAL: [vaka] V. Því hefur verið haldið fram hér á undan, að aldrei muni hafa komið til mála að setja alþingisstaðinn utan tandnáms Ingólfs Arnarsonar eða þess landsvæðis, er ríki Þorsteins Ingólfssonar náði um. Verður því næst að athuga, hversu þessu var háttað um Þingvöll við Öxará. Takmörk landnáms Ingólfs eru skýrlega greind og á einn veg í öllum handritum Landnámu. Þau voru Ölfusá (Sogið, Ölfusvatn, þ. e. Þingvallavatn), Öxará, Brynjudalsá, Hvalfjörður og öll nes út. Hafi Öxará þá runnið niður hjá Skálabrekku út í vatn, eins og sjá má bæði af Sturlungu1) og árfari því, sem enn er hægt að rekja, var sjálfur Þingvöllur utan þess landnáms. En hitt er eigi siður víst, að landnám þeirra manna, er næstir tóku lönd þar fyrir austan (Ketilbjarnar gamla á Mosfelli og Gríms í Grimsnesi), hafa ekki náð vestur yfir Lyngdalsheiði. Landið upp frá Þingvallavatní hefur þá að vísu verið ónumið, eins og hálendi íslands yfirleitt, en um leið heyrt af sjálfu sér til þeirra býla, er næst lágu og þurftu þess til beitilands og upprekstr- ar. Af bæjum í grennd við Þingvöll byggðist Heiðabær fyrstur, svo að sögur fari af, og leikur ekki vafi á, að hann er í landnámi Ingólfs. Það verður nú ekki sagt með neinni vissu, hvar Þórir kroppinskeggi hafi búið. Bláskógar virðist oft vera nefnt allt landið kringum Þingvallavatn og upp frá því. En örnefnið Kolsgjá bendir þó til þess, að morð 1) Útg. Kálunds I, 243; Reykjav. útg. II, 17. Þess er þó rétt að geta, að Öxará hefur frá upphafi hlotið að renna niður i gjána, að minnsta kosti jafnan í vorleysingum. Jarðvegurinn ó Þingvelli er myndaður af framburði hennar löngu fyrir land- námstíð. Þegar ánni var veitt niður i gjóna, hefur henni verið hleypt í gamalt árfar, sem stíflazt hafði um stundar sakir. Mætti því efast um, við hvorn farveginn landnám Ingólfs er miðað, þó að það skifti í sjálfu sér litlu máli.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Vaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.