Vaka - 01.05.1929, Page 128
122
SIUUllíHJR NORDAL:
[vaka]
hefði þurft að leita um land allt. Þó er hitt enn meiri
tilviljun, að hinn fyrsti landnámsbær skyldi síðar verða
höfuðstaður landsins og vegna atvinnuhátta eflast svo,
að þar á nú heima fjórðungur allrar þjóðarinnar. En
Ingólfur Arnarson og samtíðarmenn hans hafa ekki
litið svo á, sem það væri marklaus tilviljun, að önd-
vegissúlur hans rak í Reykjavík. Ingólfur hafði farið
um nær þvi alla suðurströndina, sum hin byggilegustu
svæði íslands. En honum kom ekki til hugar að festa
byggð annarsstaðar en þar sem goðin vísuðu honum til.
Karli þræll hans skildi þetta ekki: „Til ills fórum vér
um góð heröð, er vér skulum byggja útnes þetta“. Hann
hugsaði ekki urn annað en landkostina, honum var
ekki gefin sú andlega spektin. Ingólfur hugsaði dýpra.
Hann var trúmaður mikill. Honum var ljóst, hvílik
gifturaun það var að reisa fyrstur fastan bólstað í nýju
landi. Þó að ísland væri mannlaust fyrir, var það ekki
óbyggt. Þar var vættur í hverju fjalli, þessar vættir áttu
Iandið, höfðu búið þar í friði frá árdögum. Framtíð
mannabyggðar var ölJ undir því komin, hversu þessar
vættir brygðist við aðkomöndum. Goðunum einum var
til þess treystandi að kjósa fyrsta landnámsmanninum
bústað í grennd við hollar vættir og með þeirra leyfi.
Það sést bezt af því, sein sagt er um upphaf Úlfljóts-
laga,1) að landvættatrúin var meginþáttur í lífsskoðun
landnámsmanna. 1 grennd við Reylíjavik eru tvö fell,
sem bera nafnið Helgafell, og þó að oss bresti samskon-
ar sagnir um þau, sem til eru um Helgafell í Þórsnesi,
eru þau nöfn vafalaust ekki valin út í bláinn. Dæmi
Hjörleifs sýndi Ingólfi og öðrum landnámsmönnum,
hver verða inyndi örlög þeirra inanna, sem reisti byggð
1) „At menn skyldu eigi hafa höfuðskip x haf, en ef þeir
hefði, þá skyldu þeir af taka höfuð, áðr þeir kœmi i landsýn,
ok sigla eigi at iandi með gapandi höfðum eða gínandi trjón-
um, svá at landvxcttir fælist við“. Landnámahók (1925), bls.
139, nm.