Vaka - 01.05.1929, Side 132
126
SIGURÐUR NORDAL: SETNING ALÞINGIS.
I vaka]
átta, reipdráttur, a8 mestu leyti um jarðneska muni.
Hér er þingið í samræini við lífið í kringum það, á
Þingvelli, eins og vér höfum lært að líta á hann, yrði
það i ósamræmi við umhverfið. Látum Þingvöll halda
sem mestu vér getum af hinni ósnortnu öræfanáttúru
og helgiblæ gamallar sögu. Förum þangað til hátíða-
brigða, höfum hann fyrir musteri og til helgihalds, en
ekki fyrir þras og deilur. En látum alþingi, miðstöð
hins gróanda þjóðlífs, starfa þar sem mest er lífið og
hörðust baráttan, í nánu samlífi við atvinnulíf vort og
menntalíf, í því trausti, að það gleymi því þó aldrei
hér i iðunni á mölinni, að hér er lika helgur staður,
vígður minningunni um öndvegissúlur Ingólfs, ráð Þor-
steins Ingólfssonar, baráttu Skúla Magnússonar og
Jóns Sigurðssonar.
Sigurður Nordal.
RITFREGNIR.
KRISTÍN SIGFÚSDÓTTIR: Gömul Saga. I—II, Akur-
eyri, á kostnað höf., 1927—28.
Saga þessi er gerð upp úr gamalli munnmælasögu,
sem flestum mun nú gleymd vera, en geymzt hefir i
göinluin kirkjubókum og er á þessa leið: — Að Hvassa-
felli bjó Benedilct nokkur Björnsson (11835), bróður-
son Jóns sýslumanns Helgasonar og Ásmundar, lang-
afa Jóns Ólafssonar ritstj. Benedikt átti Guðrúnu Jón-
asdóttur frá Hvassafelli, móðursystur Jónasar Hall-
grímssonar. Þau hjón eignuðust þrjá syni: Jónas, Bene-
dikt og Kristján. En þeir kvæntust aftur þrein systr-
um frá Fjósatungu: Sigurbjörgu, Margréti og Ingi-
björgu. Elzti bróðirinn, Jónas, hafði ætlað sér Margréti,
en hún og Benedikt, sem voru jafnaldra (f. 1800),
felldu hugi saman og fluttust frá Hvassafelli að Fjósa-
tungu. Fór þá Sigurbjörg í stað systur sinnar að
Hvassafelli og giftist Jónasi, en eftir það gekk Benedikt