Vaka - 01.05.1929, Side 133
| VAKAl
RITFREGNIR.
127
að eiga Margréti og Kristján Ingibjörgu. Vart hefir þó
verið mikið vinfengi milli þeirra bræðra, Benedikts og
Jónasar, því að þegar þau Benedikt og Margrét flytja
að Hvassafelli (1825), flytur Jónas ásamt konu sinni
burt þaðan. Benedikt og Margrét bjuggu síðan að
Hvassafelli og áttu son, Jón að nafni.
Svo var hin raunverulega saga. En i skáldsögunni
eru bræðurnir aðeins tveir, Helgi og Jón, og eru fyrir-
vinnur hjá móður sinni að Hnjúki. Tekur Helgi Ás-
Iaugu frá Jóni og flyzt með henni að Nýjabæ. Þar hefst
eldraunin í síðari hluta sögunnar. Skiftir mjög fljótt
um, eins og oft vill verða, frá hillingum tilhugalífsins
til erfiðleikanna í hjónabandinu á nýbýli upp til heiða.
Ungu hjónin, sem hugsa, að þau hafi fæð manna á baki
sér fyrir tiltækið, fara að dylja hug sinn^ hvort öðru,
fyllast afbrýði, tortryggni og heimþrá, en Áslaug leggst
i rúmið af hugsýki og kjarkleysi. Helgi fer að venja
komur sínar að Bæ, þar sem er ung og glaðvær kona,
Anna að nafni. En Jón bróðir hans er orðinn mjög
heimaríkur, fámáll og vinnuharður og allur annar
heimilisbragur á Hnjúki en áður. Svo er brúðkaup að
Bæ; þangað er bræðrunum boðið, ef verða mætti til
sátta, en Helgi er aldrei harðvítugri en þá og vill ekk-
ert gott þýðast, enda þótt hann sé orðinn farlama mað-
ur og hjálparþurfi, en við það harðnar aftur Jón. Ekk-
ert er skakkt í því, þótt Áslaug hafi orðið skyndilega
heil, eftir að Helgi slasaðist, því að það er altítt, að
hugsjúku fólki og móðursjúku batni, þegar á reynir
og það fær eitthvað að hugsa um, annað en sjálft sig.
Þá er Helgi hefir hafnað boði bróður síns, rekur að
hinni eftirminnilegu ferð hans og öreiganna í kaupstað-
inn, eftir að hafísinn hefir lagzt að landinu, og er þetta
einhver bezti þáttur sögunnar, sannur og stórbrotinn.
Þar lærir Helgi líka að gleyma sjálfum sér, gefur fá-
tækum barnamanni björg sína. En fyrir þetta léttir svo
yfir honum, að hann gleyinir afbrýði sinni og önug-
lyndi. En nú hefir Áslaug sýkzt fyrir fullt og allt eftir
allt baslið og deyr; þá stendur ekkert framar fyrir sátt-
um milli þeirra bræðra, og það þvi siður sem Jón missir
allt það, sem honum hefir fénazt, í skriðuna og hann
sprengir af sér herfjötra ágirndarinnar. Bræðurnir sætl-
ast heiluin sáttum og heita að lifa lífinu í þágu annara.
Veikasti þáttur sögunnar er eftirmáli, sem gerist