Vaka - 01.05.1929, Síða 134
128
RITFREGNIB.
[vakaJ
þrjátíu árum síðar. Þar er þeim Helga og Jóni og fóst-
ursystur þeirra, Signýju, lýst sem hálfgerðum hjáræn-
um, er að vísu hafa varið líf-i sínu til þess að gera öðr-
um gott, en hafa ekki látið hendur standa úr ermi til
þess að erja jörðina og reisa það, sem fallið var, eins
og þeir þó ætluðu sér.
Sagan er öll heldur laus í sér og persónurnar fara í
mola í höndum höf. Sjálfsagt ætti frúin heldur að rita
smásögur, er heimta minni yfirlegur, en meira átak og
snilld, og þá mundu hinar fallegu náttúrulýsingar
hennar og aðlaðandi stíll njóta sín betur en hann nú
gerir í langri og slitróttri sögu. Á. H. B.
VITAR ÍSLANDS í 50 ÁR. Samið af vitamálastjóra.
1878—1. desbr.—1928.
Hér birtist fallegt afmælisrit með mörgum prýðileg-
um myndum og eftirmála á ensku um einn merkan
þátt í framsókn vorri síðustu fimmtíu árin, — vitana,
sjómerkin og leiðarstikurnar á söndunum sunnanlands.
Þann 1. desbr. 1878 var fyrsti vitinn, Reykjanesviti,
tendraður, en hálfri öld siðar voru vitarnir orðnir 51
hringinn í kringum strendur landsins, þar að auki 1
radio-viti, 1 þokulúðurstöð, 1 ljósa- og hvindufl, mörg
sjómerki, 35 hafnarljós og innsiglinga og ýmislegt fleira.
Sjást framfarirnar bezt á uppdráttum þeim af landinu,
sem eru aftan við, og er nú engu líkari en að landið sé
allt Ijósum girt. Á. H. B.
í þessu hefti, bls.
í fyrra hefti, „
LEIÐRÉTTIN GAR
2, 4. 1.: rakalaust, les: vakalaust
260, 16. 1.: þrifað, les: þrifið
261, 26. 1.: augun, les: augum
263, 8. 1.: Myndir, les: Myndin
268, 23. 1.: hasti, les: kasti
269, 27. 1.: „Persónurnar yrðu fyrst til í skap-
gerð“, les: „Persónurnar yrðu fyrst
til; skapgerð og ástæður“ o. s. frv.
307, 6. 1. a. n.: hinn móeyg, les: hin móeyg
312, 13. 1. a. n.: áorka, les: áverka
314, 16. 1. a. o.: Þá er undir, les: Það er undi)
321, 7. 1. a. n.: ómalilega, les: ómáttulega
325, 16. 1. a. o.: fóðrun, les: fóðrum.