Menntamál


Menntamál - 01.12.1935, Page 5

Menntamál - 01.12.1935, Page 5
MENNTAMÁL 147 atriðið er, að taka vel þessum spurningum, og að satt sé sagt í'rá, það sem það nær. Það verður svo til þess, að börnin hugsa minna um þessi efni eflir á, heldur en ef forvitni þeirra er illa tekið og þeim gefið í skyn, að það sé synd eða ósómi, að hafa hugann við þessi efni. Það þýðir ekki að hanna börtium að hugsa. — Eg liygg, að flestir foreldrar svari börnunum einhverri vit- leysu um nýfædd systkini. Það hefnir sin seinna, þegar barnið fer að fá liugmynd um þessi mál af eldri leik- systkinum, og verður til þess að einlægni milli harns og móður, um kynferðileg el'ni, fer út um þúfur frá upphafi. Hvað líður svo fræðslunni um kynferðismál, þegar börnin eru komin til vits og ára, og liafa öll skilyrði til þess að njóla útskýringa í heimahúsum og i ljarna- skólunum? Og hvað er það, sem unglingarnir þurfa að fá fræðslu um? Við skulum taka piltana fyrst. Drengir frá 10 ára aldri komast oft á að gera það, sem á útlendu máli nefnist „ónaní“ eða „masturhation“. Drengirnir meðhöndla í hendi sér getnaðarliminn, þangað til þeir missa sæði. Þýzkir læknar nefna þetta „Selbstbefriedung“, eða sjálfs- friðun, sem er bæði mannúðlegra og skynsamlegra en íslenzka orðið sjálfsflekkun. Því að liér er ekki á ferð- inni nein syndsamleg atliöfn, heldur friðun á þeim svæsnu kynhvötum, sem sækja á flesta drengi frá 11— 12 ára að aldri. Þessi ávani lærist vanalega af eldri félögum, eða af tækifærisástæðu. Sjálfsfriðun er mjög algeng meðal drengja, og veldur oft þungum áhyggjum. Þeir hlera hjá eldri kunningj- um sínum, að liér sé liætta á ferðum; þeir verði kann- ske síðar ónýtir karlmenn eða hálfgerðir aumingjar. Drengirnir reyna að venja sig af uppteknum hætti, en falla iðulega fyrir freistingunni, enda er náttúran áleit- in. Þeir standa einir uppi i sínu striði, læra ekki það 10*

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.