Menntamál


Menntamál - 01.12.1935, Side 15

Menntamál - 01.12.1935, Side 15
MENNTAMÁL 157 Hallgrímur Jónsson er tvímælalaust einn af merk- ustu mönnum kennarastéttarinnar. Þess ber að minn- ast nú, á þessum tímamótum í æfi hans, — sextugs- afmælinu. Saga Hallgríms um 30 ára skeið, — kenn- araæfi hans, — er jafnframt saga hinnar ungu kennara- stéttar frá því að hún öðlast tilverurétt meðal annara stétta þjóðfélagsins. Það er saga fátæktar hennar, liörku og þrautseigju, baráttu hennar við misskilning og rang- læti, skort, illvilja og lítilsvirðingu. Með fræðslulögunum og skólaskyldunni 1907 var lagð- ur grundvöllur að einhverju hinu merkilegasta menn- ingarmáli alþýðunnar í landinu. Aðrar þjóðir höfðu áður stigið þessi spor, að ákveða skólaskyldu með lög- um, til þess að frelsa alþýðusálina úr myrkri fáfræði, vanþekkingar, lieilsuleysis og þrældóms á barnsárun- um. Skólaskylda barna hefir verið lögboðin til vernd- ar hinum fátæku vinnandi stéttum, — yfirstéttir hvers tíma hafa ekki þurft á slíku að halda, þeirra börn voru aldrei ofurseld liinni miskunnarlausu áþján í verk- smiðjum eða geymd í ljósleysi, við harðrétti og fáfræði í hinum lágu og fátæklegu híbýlum. Og skólar hafa ver- ið til og heimafræðsla um langan aldur fyrir yfirstétt- irnar. Sú hefir verið sagan hjá öðrum þjóðum og sú var einnig sagan hjá oss Islendingum. Vér hittum svo að segja á hverjum bæ og hverju heimili gamla menn og konur, sem minnast bernskudaganna sem raunadaga, þegar útþráin seiddi og laðaði og menntunarlöngunin brann í æðunum, en menntunina hlutu aðeins fáir út- valdir. Hinir fátæku urðu að sitja heima og lesa fræði sín á bók náttúrunnar; en víða er íslenzk náttúra duttl- ungasöm, þunglynd og íbyggin, — og í lyndiseinkunn sinni ber þjóðin svip náttúrunnar. Með fræðslulögunum 1907 var islenzkum börnum, jafnt fátækum og efnuðum, opnaður vegur til þekk-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.