Menntamál


Menntamál - 01.12.1935, Page 21

Menntamál - 01.12.1935, Page 21
MENNTAMÁL 163 Hallgrímur hefir skrifað og gefið út eftirtaldar bæk- ur og rit: Bláklúkkur (kvæði 1906), Viðlegan á Felli (II. útg. 1933), Annir (skopsaga 1918), Barnasögur og smákvæði (1921), Daglæti (sögur og æfintýri 1923), Sagnaþættir 1. og 11. (1923 og 1926), Stafrófskver (5. útg. 1933), Les- kaflar (1931); þá hefir liann þýtt Leiðsögn eftir Krishna- murthi, Heilræði eftir Ilenrik Lund, Alfred Dreyfus (í félagi við Sig. Jónsson) og Villirósu (i félagi við Sig. Jónsson). Leikföng gaf hann úl í félagi við Steingrím Arason, var einnig eitl ár meðritstjóri Unga Islands. Á seinni árum hefir Haligrimur mjög hneigzt að trú- málum, sérstaklega guðspekinámi. Hallgrímur er kvæntur Vigdísi Erlendsdótlur frá Breiðahólstað á Álftanesi, ágælri konu, sem staðið lief- ir sem styrkur förunautur við lilið manns síns í blíðu og stríðu. Hún er dóttir Erlendar Erlendssonar, er bjó á Breiðabólsslað og var merkismaður á sinni tið. Ég hefi minnst á ýmsa þælti úr lífi Hallgríms Jóns- sonar, en þó er þetta langt frá því að vera æfiminning. Ég vona, að Hallgrímur eigi eftir að starfa lengi að áhugamálum sínum til heilla fyrir land og lýð. Hann er svo fullur af krafti og áhuga, að hann er enn lík- legur til þess að velta steinum úr götu. Maður mætir honum á götu með fasi miklu, það stendur gustur af honum og hann hefir ekki tíma til þess að slóra. G. M. M. 11*

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.