Menntamál


Menntamál - 01.12.1935, Side 27

Menntamál - 01.12.1935, Side 27
MENNTAMÁL 169 þekk drengjum þessum. Og í Máshull liafa drengirnir numið afarmikið. Þeir vinna að akuryrkju, jarðrækt, garðyrkju og blómrækt. Þeir hafa hjálpað til og hjálpa til að gera garðinn frægan. Drengirnir i Máshult eru jafnaðarlegast í fylgd með fullorðnum mönnum og njóta leiðsagnar þeirra. En þrátt fyrir það er þeim trú- að fyrir ýmsu, og vinna þeir margt á eigin ábyrgð. Drengir þessir teikna, mála og skera út í tré. Skreyta þeir lierbergi sin með ýmsum munum, er þeir hafa búið til. Aðstandendur drengjanna heimsækja þá á vissum tím- um. Gleðjast þeir mjög af þvi, að sjá þá lirausta, lcáta, starfsama og prúðmannlega. Sumir eiga ekki aðra að en þá, sem í hælinu starfa. Þeir drengir, sem liaga sér vel og taka framförum, eru útskrifaðir úr hælinu eftir vissan thna. Og er þá reynt að útvega þeim eitlhvað að gera við þeirra hæfi. Heimilishættir i Másliult eru þannig: Klukkan hálf- gerigin sjö á morgnana fara drengirnir á fætur, þvo sér og taka upp rúm sín. Nokkuxár ræsta svefnherbergin, skólastofur, dagstofur og ganga. Aðrir gera ýmislegt úti- við, sem nauðsyn er á, þann og þann tíma, þangað til klukkan er tuttugu mínútur gengin i 8. Fá þá dreng- irnir nokkurskonar lilla skatt, smurt brauð, mjólk og kaffi. Þá er sameiginleg morgunbæn i skólasalnum. Eftir það byrjar kennsla, og stendur hún yfir, þangað til klukkan tíu. Nú er etinn morgunverður, en eftir það er unnið xili við og litið eftir ýmsu. Miðdegisverður er etinn klukkan tuttugu minútur yfir tólf. Klukkan rúm- lega fjögur fá drengirnir enn hressingu. Er þetta í fjói'ða skipti, sem einhvers er neytt og næst síðasta skipti yfir daginn. Allur drengjahópurinn baðar sig á sumrin í Máshult- vatninu, áður en miðdegismatur er etinn. Drengirnir eru syndir vel og liika ekki við að stinga sér og kafa.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.