Menntamál


Menntamál - 01.12.1935, Page 33

Menntamál - 01.12.1935, Page 33
MENNTAMÁL 175 Hverjum, sem virðir fyrir sér hóp smábarna, lilýtur að finnast þau öll borin til sannrar bamingju. Þau eru glöð, frjálsleg og hreinskilin og þekkja ekkert til þeirr- ar hræsni og skinhelgi, sem svo mjög gætir í samhúð þeirra fullorðnu. En livernig stendur þá á því, að glampinn hverfur svo fljótt úr harnsaugunum, starfsgleðin dvínar og sak- leysi bernskunnar er flekkað áður en varir? Þessu svara margir nútima barnasálarfræðingar hik- laust. „Það er uppeldið, sem eyðileggur börnin, heim- ilin og skólarnir í sameiningu“. Þetta er þungur dóm- ur, og erfitt við hann að una. En sannleikurinn er oft beizlcur, og er þó eina ráðið að liorfast í augu við liann, ef breyta skal um til batnaðar. Það er ckki sársaukalaust fyrir foreldra og kennara, sem vilja gera sitt bezta, að verða að jála, hve mjög þeim hefir yfirsézt í einu og öðru. En það má mikið læra, hæði af sinni eigin reynslu og annarra, og er öllum, sem að uppeldismálum vinna nauðsynlegt að fylgjast eftir föngum með þvi, sem bezt er skrifað um þessi efni. Á síðustu tíu til tuttugu árum hefir mjög mikið ver- ið ritað um svo kölluð vangæf hörn. Þessi börn eru stöðugt áliyggjuefni, hæði fyrir heimili og skóla. Á meðal þeirra mörgu, sem á seinni árum hafa skrif- að um vangæf börn, er skozkur barnasálarfræðingur og skólamaður, A. S. Neill. Hann starfrækti einkaskóla í Englandi og eru mest send til hans hörn, sem revnzt hafa óviðráðanleg í öðrum skólum. í einni af bókurn sínum, „The Problem Child“, seg- ir Neill frá starfi sínu og þeirri reynslu, sem hann hefir fengið af náinni samhúð við þessi börn. Eg ætla mér ekki beint að rekja efni bókarinnar. Það yrði of langt mál, en ég liefi hana lil hliðsjónar, þegar eg skrifa niður þessar hugleiðingar mínar, því að lestur hennar

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.