Menntamál


Menntamál - 01.12.1935, Blaðsíða 46

Menntamál - 01.12.1935, Blaðsíða 46
188 MENNTAMÁI. Islenzkir kennarar erlendis. ■■[13 :i Iva&i íl Frásögn Guðjóns Guðjónssonar, Margrétar Jónsdótt- ur og Svöfu Þórleifsdóttur. Námskeið og mót. Norræna kennaraþingið í Stokkhólmi. Norrænir kennarar og skólamenn hafa, svo sem kunnugt er, marga undanfarna áratugi haldið almenn mót eða allsherjarþing fimmta hvert ár, og á víxl í höfuðborgum Norðurlanda öllum, nema Reykjavík. Síðasta þingið, hið fjórtánda í röðinni, var háð í Stokkhólmi síðastliðið suinar. Var það mjög fjölsótt, ekki færri en 5000 kenn- arar sóttu það, og voru þeir frá Norðurlöndum öllum, og auk þess nokkrir frá Eistlandi. Frá íslandi vorum við um 30, og var það að vísu minnsti gestahópurinn, en fjölmennastur þó hlut- fallslega. Sænskir kennarar höfðu liaft hinn mesta viðbúnað og vönd- uðu mjög móttökur á allan liátt. Voru hæði móttökurnar og öll stjórn mótsins þeim til hins mesta Sóma. Mótið stóð í þrjá daga. Voru þar flutt um 60 erindi, og lögðu Svíar til um helming þeirra allra. Danir fluttu 13, Norðmenn 12, Finnar 4 og íslendingar 2. Mörg þessara erinda voru eftirtektarverð og ágæt. Það vakti athygli mína, þegar eg leit yfir erindaskrána, að ræðumenn- irnir völdu sér undantekningarlítið þau efni, sem sneru beint að uppeldisstörfunum og fræðs'lumálunum. Launabarátta var ekki nefnd á nafn, og engin hagsmuna- eða réttindamál kennaranna sjálfra. Ástæðan til þessa liggur nærri. Kennarastéttin meðal frændþjóða vorra nýtur þeirrar viðurkenningar, bæði hjá lög- gjöfum og landslýð, að um hana gildi hið fornkveðna spakmæli, likt og aðra þegna þjóðfélagsins: Verður er verkamaðurinn laun- anna. Þess vegna geta stéttarbræður vorir úti þar einbeitt áhuga og kröftum að s'kyldustörfunum. Enginn getur hlustað á nema fá ein af öllum þeim erindum, sem flutt eru á slíku móti. Enda gerir það ekki lil; allir þátt- takendur fá seinna ókeypis spjaldafulla bók ineð þessum spak- legu ræðum. Þeir geta því, með góðri samvizku „skrópað úr tim- um“. Ef til vill eru líka sýningarnar, sem jafnan eru haldriar i sambandi við mótin það, seni mest er á að græða. Svo virtist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.