Menntamál


Menntamál - 01.12.1935, Side 48

Menntamál - 01.12.1935, Side 48
190 menntamAí vera þræll þjóðfélagsins. — Það er engin furða, þó að frænd- um vorum á Norðurlöndum verði tíðrætt um þessa hluti. Þeir eiga návígi við hættuna. Mótinu lauk 8. ágúst að kvöldi, með almennri samkomu á Skans- inum, skemmtistað Stokkhólinsbúa. Fulltrúar allra landanna fluttu kveðjuræður, þjóðsöngvarnir voru leiknir og söngflokkur danskra kennara söng. Og lilýtt og milt rökkrið seig yfir Lagardrottning- una, eins og Svíar nefna Stokkhólm gælunafni. Ljóshafið lindr- aði um hæðir og hólma og speglaðist í Leginum, en úti á Skansi urðu gamlir og ráðsettir kennarar og kennslukonur ung í annað sinn. Þar ómuðu í kvöldkyrrðinni glaðir söngvar, þar var dans- að og hoppað, en lilegið mest, þar var talað á öllum tungum Norðurlanda, en einhvern veginn skildu allir alla. Guffjún Gu&jónsson. Námskeiðið í Vadstena. Eins og getið var um í siðasta hefti Menntamála, efndi Nor- rænafélagið til kennaranámskeiðs i sumar. Var námskeið þetta, eða mót, haldið í Vadstena í Sviþjóð og ætlað móðurmálskenn- urum á Norðurlöndum. Námskeiðið sóttu um 180 kennarar, víðs- vegar að. Flestir voru þátttakendur Svíar og sænskumælandi Finnar. Norðmenn voru milli 10 og 20, Danir nokkru færri, og við íslendingarnir vorum fjórir. Mótið hófst 25. júlí og stóð til 3. ágúst, eða 10 daga. Var þvi hagað þannig, að þátttakendur gátu einnig setið kennaraþingið i Stokkhólmi. Vadstena er gamall og mjög merkur smáhær, er liggur á bökk- um stöðuvatnsins Vettern, að austanverðu, og er vatnið til hinn- ar meslu prýði fyrir bæinn. Þar eru ýmsar fornar menjar, með- al annars gömul kirkja og klaustur, kennt við heilaga Birgittu, þjóðardýrling Svia o. m. fl. Var Vadstena hið mesta mennta- selur á Miðöldunum. — Eg kom til Vadstena fyrri hluta dags, 23. júlí, meira en degi áður en mótið átti að hefjast. Hafði eg ferðast langa leið, svo að segja í einum áfanga, og var því bæði þreytt og syfjuð. Fór eg þegar á fund Carls Larson, lektors, en hann hafði haft á hendi undirbúning allan undir komu gestanna, og stjórnaði siðan mótinu. Tók hann mér mæta vel og fylgdi mér þangað, sem eg átti að búa. Gestunum var yfirleitt komið fyrir lil gistingar hjá ýmsmn bæjarbúum, en fáeinir bjuggu i veitingahúsum. Eg fékk forkunnar góðar viðtökur, og lnisfreyja

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.