Menntamál


Menntamál - 01.12.1935, Side 80

Menntamál - 01.12.1935, Side 80
222 MKNNTAMÁI, Nathan Stálmarck: Individuell undervisning-smetodik,. llád og anvisningar. — A. Lindblads Förlag. Uppsala 1933. Hér er lílil bók á ferðinni, en injiig merkileg. Hún er rúmar 50 bls. Fyrst er í bókinni gerð grein fyrir hinni nýju skólastefnu,. markmiði hennar og tilgangi, en annars er allt efni bókarinnar ráðleggingar um tilhögun vinnu og náms í barnaskólum. Bókin fjallar um allar þær greinir, sem kenndar eru í sænskum nýtízku barnaskólum, og er hún ætluð til leiðbeiningar handa kennur- um. Bók þessi vakti feikna eftirtekt i Svíþjóð, þegar hún kom út, seldist upp á fáum mánuðum og kom út í öðru upplagi í nóv. 1933, eftir 7 mánuði frá því fyrsta útgáfan kom út. Okkur íslenzka barnakennara vantar algjörlega slíkar bækur sem þessa, sem gefi fjölhæf og holl ráð um tilhögun kennsl- unnar og meðferð námsefnisins, og þarf sannarlega að bæta úr því mjög fljótlega, því að þótt bezt sé, að hver kennari leggi sem mest frá sjálfum sér inn í kennsluna, þá er okkur öllum þörf á leiðbeiningum og vekjandi hugmyndum. Eg vildi eindregið ráð- leggja kennurum að fá sér þetta kver og nota það til hliðsjónar í meðferð námsgreina. Bókin kostar aðeins 1.00 kr. sænska. Jón Sigurðsson. Ýmislegt. Söngarkir. Páll Halldórsson, söngkennari í Reykjavik, hefir byrjað útgáfu á sönglögum fyrir barnakór. Ivoni ein örk út í fyrra vetur, önn- ur er i prentun, þriðja kemur bráðlega. 3—5 lög eru á hverri örk. Stafaveski eftir sænskri fyrirmynd, gaf Jóhann Þorsteinsson, kennari í Hafnarfirði, út fyrir nokkrum árum. Eru það einstakir stafir, sem raða má saman i orð og setningar. Mun þetta kennslutæki lítið notað 1 barnaskólum, vegna þess að börnin koma í skól- ana með nokkra þekkingu á stöfunum. En þetta gæti þó komið heimilum að gagni og þeim skólum, sem taka börnin ung, t. d. 6—7 ára. Fln veskið þyrfti að lækka i verði. Svíar eru farnir að ræða um það, að lækka skólaskylduald- urinn enn um eitt ár og taka börnin 0 ára í skólana.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.