Menntamál


Menntamál - 01.12.1935, Side 81

Menntamál - 01.12.1935, Side 81
MENNTAMÁL 223 Englendingar ræða einnig um það, að bæta einu ári við skóla- skylduna og bæta því ári við unglingana. Frímerkjaskipti. Merkur sænskur skólamaður og rithöfundur um skólamál, Osc- ar Augzell í Rávlanda, skammt frá Gautaborg, óskar eftir að komast í samband við islenzkan kennara, sem hefir áhuga á frímerkjasöfnun og vill skipta á islenzkum og erlendum fri- merkjum. Dvöl á Askov. Dansk-Isl. Samfund hefir ákveðið, að hjóða einum barnakenn- ara ókeypis dvöl á Askov n.k. sumar, ca. 3ja mánaða tíma. Sambandið milli barnaskóla og framhaldsskóla. I þessu máli, sem rætt hel'ir verið í tveimur síðustu heftum þessa rits, lagði ritstjóri Menntamála fram svohljóðandi tillögu á fulltrúaþinginu í júní síðasll.: „Fulltrúaþingið samþykkir að kjósa 5 manna milliþinganefnd, er vinni að auknu samstarfi milli barnaskólanna og framhalds- skólanna, sérslaklega mennta- og gagnfræðaskóla. Skal nefndin sérstaklega vinna að því, að inntökupróf í framhaldsskólana breytist lil samræmis við fullnaðarpróf barna, og hæfileikar barna verði reyndir með nýjum aðferðum, t. d. vitsmunaprófi. Ennfrcmur skal nefndin leggja áherzlu á það i starfi sínu, að á skólakerfi landsins verði samþykktar þær umbætur, sem veiti öllum gáfuðustu börmun þjóðarinnar sem jafnasta aðstöðu til framhaldsnáms, hvar sem börnin eru á landinu, og hvernig sem efnabag þeirra er háttað.“ Tillagan var samþykkt og þessir menn kosnir i nefndina: Að- alsteinn Sigmundsson, Eirikur Magnússon, Jón Sigurðsson, Sig- urður Jónsson, Rvík, og Sigurður Thorlacius. Nefndin mun hafa haldið einn fund og rætt málið. Lögð hefir verið fram i nefndinni tillaga um að skipuleggja leit að gáfuðustu unglingunum, hvar sem er á landinu, og að athuga möguleika til félagsstofnunar til styrktar fátækum, gáf- uðum unglingum. Samþykkt einnig að lcita samvinnu við relctora Menntaskólanna og kennslumálaráðherra. I. fulltrúal)in{r kennara var háð í Reykjavik 17.—22. júní s.l. Samkvæmt ákvörðunum

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.