Menntamál - 01.04.1937, Side 15

Menntamál - 01.04.1937, Side 15
MENNTAMÁL 9 Barnauppeldið þarf ekki á neinum óbeinum refsingum að iialda, sérstaklega uppfundnum: Náttúran refsar sjálf, í þvi máli er bezt að láta liana sjálfa taka i taumana. Þegar liegðun barnsins er vond, gera hinar óþægilegu afleiðing- ar því aðvart, og endurminningin um þær varar það við að fremja verkið aftur. Hlutverk uppalandans er liér að- eins í því fólgið að vaka yfir því, að ekkert hindri, að harn- ið sæli eðlilegri afleiðingu verka sinna. Spencer telur jjessa uppeldisaðferð hafa tvo kosti: Hinn fyrri er sá, að barnið jiarf ekki að blýða í blindni uppalandanum, sem segir ])ví: ,.þetta máttu ekki gera!“ án þess að það skilji, liversvegna það má ekki fremja verknaðinn, hversvegna hann er vondur. Barnið á að fá beina reynslu af blutun- um, reka sig á, og verða liyggið af reynslunni. Hinn kost- ur þessarar uppeldisaðferðar, að áliti Spencers, er sá, að þegar refsingin er eðlileg afleiðing misgerðarinnar, þá getur barnið ekki skellt skuldinni á neinn, ekki vaknað kali eða gremja hjá því til neins, því að hegningin er ópersónuleg. Það má sjálfu sér um kenna. I stuttu máli: Hegningin er eðlileg afleiðing misgerðarinnar. Þessar eðlilegu afleiðingar eru réttlátar og harðar, þær eru óbreytanlegar, beinar og óumflýjanlegar. Eðlileg af- leiðing verka vorra er bezta refsingin; það er þeim að þakka, að karlar og konur snúa frá villu sins vegar. Sem dæmi upp á eðlilegar refsingar tekur Spencer meðal annars: Stúlkuhnokka, sem alltaf lætur biða eftir sér í skemmtigönguna. Refsing eða eðlileg afleiðing ])ess er: hún er skilin eftir. Annað dæmi: Barnið brýtur leikföng sín. Refsing: Það fær engin ný leikföng. Þriðja dæihi: Barnið er mjög ósannsögult. Refsing: enginn læzt trúa því framar. — Þannig er kenning Spencers um barna- refsingar í aðalalriðum. Fyrst skulum vér athuga það, sem haldgott er í kenn- ingu Spencers: Hve margt og mikið lærum vér ekki frá blautu barnsbeini af eigin reynslu. sem segir oss um, hvort

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.