Menntamál - 01.04.1937, Page 42

Menntamál - 01.04.1937, Page 42
36 MENNTAMÁI. „Gagn og gaman“ nokkurn tíma. Eftirtektarvert var það, að hann fékkst alls ekki til að lesa fyrslu hlað- síðurnar í „Gagn og gaman“. Það var fyrst á bls. 34, sem liann stöðvaðist, en las einnig jafn auðveldlega aftarlega í bókinni. Þegar liér var komið, tók sumarið og útivistin við. Varð þá að mestu hlé á lestrinum, að eins við og við gripið í fyrirsagnir og auglýsingar í blöðunum. í haust var í fýrstu lialdið áfram með „Gagn og gam- an“. Komst Örnólfur nú með aðstoð og uppörfun fram úr mörgum sögunum aftan til í bókinni. Þessu næst fékk hann „Litlu gulu liænuna", og „Unga litla“. Las hann þær af miklu kappi á fremur stuttum tíma. Að því loknu gat hann lesið nokkurn veginn livað sem var, ef um efni var að ræða, sem hann skildi og sem vakti áhuga hans. Nú eru ca. 14 mánuðir, síðan Örnólfur byrjaði hið raunverulega lestrarnám. I dag (14. apríl) les hann á landsprófsblað 1936, sem hann hefir au.ðvitað ekki séð áður, 268 atkvæði á tveimur mínútum, og nákvæmlega jafnt, 134 atkv. hvora mínútu. En það sýnir, að hann les jafn auðveldlega löng orð og stutt. Loks vil eg taka það fram, að þótt eg hafi lýst hér í aðaldráttum byrjunarnámi örnólfs lilla í lestrinum, þá er það ekki svo að skilja, að eg telji þennan náms- feril hans neitt einstakan, eða kennsluaðferðina betri en allar aðrar. Eins og eg hefi þegar tekið fram, er tilgangur minn með greinarkorni þessu einkum sá, að gefa bending- ar um viðliorf barnsins til lestrarnámsins. Að vísu er sjálfsagt, að varast að draga of almennar ályktanir af tilraun með einn einstakling, en eigi að síður getur hún gefið mikilsverðar bendingar, einkum með samanburði við aðrar tilraunir um samslconar efni. Að mínu áliti er það mjög þýðingarmikið, i sambandi við þessa til-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.