Menntamál - 01.04.1937, Page 48

Menntamál - 01.04.1937, Page 48
42 MENNTAMÁL ar uppvaxandi kynslóðir, svo eftir þvi ælli mannkynið að vera orðið býsna slæmt. Nei — æskan er ætið, og á að vera von okkar og stolt. Ef unga fólkið er ekki eins og við viljum að það sé, þá er það venjulega að kenna þeim uppeldisstofnunum, sem liaí'a mótað það, heiinilunum, skólunum og, ekki sízt, hinu ríkjandi al- menningsáliti. Ef það er lieilhrigt, verður æskan líka heilbrigð. Ef það er sjúkt og rangsnúið, þá eru jaínvel liin einstöku heimili og skólar liarla máttlítil. Ég veit ekki, livort það er rétt að fara að gagnrýna islenzka nútímaæsku. Hún stendur nú, eins og þjóðin öll, á því gelgjuskeiði, sem krefst þess, að á uppeldis- málunum sé tekið fastari tökum, með meiri festu, og meiri ábyrgðartilfinningu en nolckru sinni fyrr. Yið, sem höfum liaft náin kynni af ungu fólki um langt skeið, komumst ekki lijá þvi að kynnast skap- gerð j)ess, eðliskostum og eðlisgöllum. Og livað sem segja má um íslenzka nútímaæsku verður ])ví ekki neit- að, að hún er að mörgu leyti glæsileg. Ilún er frjáls- mannleg og vill vera frjáls. Hún er leitandi, og vill vissu- lega veita fegurð og glæsileik inn í þjóðlífið. En hún er líka barn síns tíma. Siðan heimsstyrjöldinni lauk hefir rás viðhurðanna, líf og alhafnir j)jóðanna, verið mótað af einskonar vöntun á jafnvægi. Þetla jafnvægi, og feslu í skapgerðina, vantar íslenzka æsku. Þess vegna getur hún síður en clla tekið á hinum mörgu og fjöl- þætlu verkefnum sínum með ráðnum lmg. Vaxandi með- læti hefir gert hana veiklyndari, úthaldslausari og liverf- lyndari. Hún er ekkert sérstaklega gefin fyrir að leggja á sig erfiði. „Finna liitann í sjálfum sér, og sjálfs síns kraft til að standa á mót“. Þó þarf íslenzk æska um fram alll að verða sjálf- stæð, sterk og hugrökk. Ilún })arf líka að eiga eitllivað það, sem hún getur treyst. Einhverja sterka taug, sem bindur hana við fortíð sína. Því j)ar liggja hennar

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.