Menntamál - 01.04.1937, Page 53

Menntamál - 01.04.1937, Page 53
MENNTAMÁL 47 tímamanninum, tæknin sömuleiðis: „En þá nær til jarð- ar lnmnaeldsins ylur, ef andinn finnur til og hjartað skilur“. Er það ekki einmitt þessi ylur í sál einstak- lingsins og þjóðarinnar, sem á örlagastund reynist bezt? Er það ekki liann, sem verður sólskinið og döggin í samlífi mannanna, og gerir lifið fyrst og fremst þess vert, að því sé lifað. Lii'ið sisyr aldrei á úrslitastund: Hvað veizlu, lieldur: Hvað ertu? Þekkingin og tæknin byggja upp hina ytri menningn, en við ylinn og ljós- ið að innan verða þau til, þau siðalög, sem gera ])jóð- irnar raunverulega að menningarþjóðum. Vitur maður hefir sagt, að mannkynið væri van- skapað, þvi væri ekki vaxið hjarta til jafns við höfuð og hendur. Sé þelta satt, er það þungur áfellisdómur yfir uppeldisstofnunum þjóðarinnar. Það er afleiðing af þverrandi uppeldisálirifum heimilanna, og of ein- liliða fræðslu og þekkingardýrkun skólanna. Tækni 20. aldarinnar hefir stigið mönnum til liöfuðsins, og hin- ar ahnáttugu vélar sveigja uppeldi æskunnar inn á nýj- ar leiðir. En á meðan lijól tímans snýst og ber manninn í öll- um sínum mikilleik upp á hátind vélamenningarinnar, þá uppgötvar hann það einn góðan veðurdag, að hann er búinn að missa stjórn á vélunum sínum. Þær eru farnar að mala það gull, sem hann er ekki maður til að nota, svo það verði til blessunar. Þær eru farnar að mala ófarsæld í stað farsæklar, af því, að maður- inn óx ekki með vélunum og var eklci nógu félagslega þroskuð vera til að stjórna þessum furðuverkum nú- tímans. Þessvegna er til atvinnuleysi í heimi, þar sem þúsundir verkefna bíða, og þessvegna er til hungur í heimi, sem er fullur af allsnægtum. Hin spámannlegu orð, sem Einar H. Kvaran leggur einni sögupersónu sinni i munn: Að hver sem fari hraðar en hann hugsi, geti beðið bráðan bana, eru að rætast. Vélarnar ern komn-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.