Menntamál - 01.04.1937, Side 54

Menntamál - 01.04.1937, Side 54
48 MENNTAMÁL ar með manninn á undan honum sjálfum. Öll morð- íól og vítisvélar nútímans eru miklu fullkomnari frá sjónarmiði tækninnar, en mennirnir, sem nota þær, frá sjónarmiði hins siðlega þroska. Þær eru eggjárn í óvita liöndnm. Tæknin er komin fram úr hinum siðlega og andlega þroska, en því aðeins verða vélarnar til bless- unar, að þeim sé sljórnað af batnandi mönnum. Ekki fyrst og fremst vitrum og lærðum mönnum, heldur hug- heilum, drenglyndum og lijartagóðum mönnum. Og það trúboð, sem skólarnir eiga að reka i framtíðinni, og vinna fyrir, er trúin á batnandi menn. Sú trú er trúin á guðs riki á jörð. Andspænis þessari hættu, þessum vanskapnaði, stönd- nm vér íslendingar einnig, og við skulum gera oklcur það fyllilega ljóst i öllu okkar starfi og viðhorfi til uppeldis æskunnar. Það hefir sýnt sig, að hvorki hin- ar furðulegustu vélar eða vopnaðar hersveitir eru þess megnugar að halda vörð um hamingju þjóðanna. Ekk- ert nema andlega og félagslega þroskaðir þegnar, sterk- ir og lieilir i hugsun og framkvæmd. „Yor þjóð skal ei vinna með vopnanna fjöld, en vík- ingum andans um staði og Iiirðir". Við lifum á tím- um stórra verkefna, en stærst er það, að ala börn okk- ar upp til manndóms og' dáða. Uppeldissarfið krefst biðlundar, en það er eina leiðin út úr öllum þeim þján- ingum og erfiðleikum, sem heimurinn stynur nú undir. En ]>jóð sem á góða og Jjroskaða syni og dætur, hún er bæði auðug og liamingjusöm. Iiannes J. Magnásson.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.