Menntamál - 01.04.1937, Side 55

Menntamál - 01.04.1937, Side 55
menntamái. 49 INSTITUT J. J. ROUSSEAU í GENF. 25 ára starfsafmæli stofnunarinnar á þessu. ári. I. Alvarlega er nú um það rætt, og má reyndar heita ákveðið, að stofna mjög bráðlega deild uppeldisvísinda við Háskóla Islands. í sambandi við þessa stórmerku fyrirætlan sýnist mér eklci óeðlilegt að minnast á Rous- seau-stofnunina í Genf, elztu stofnun uppeldisvísinda í Evrópu og einn hinn merkasta og frægasta slcóla ver- aldarinnar í þeirri grein. Annað tilefni til þess að gera Rousseau-stofnunina að umtalsefni nú, er 25 ára starfs- afmæli hennar einmitt á þessu ári. Aðalheimildir þeirrar frásagnar, er liér fer á eftir, eru tvær bækur, sem greindar eru neðanmáls*), svo og persónuleg kynning greinarhöf., sem stundaði nám við Rousseau-skólann og lauk þaðan burtfararprófi (dip- lóme). Ég liefi stundum orðið var við þann misskilning, að nafn stofnunarinnar eigi að tákna fylgi við og baráttu fyrir sérstökum kennsluaðferðum, eða skólastefnum, er kenndar séu við Rousseau. Ekkert var fjær stofnend- um Rousseau-skólans en að einskorða starfsemi hans við fyrirfram ákveðnar kenningar eða stefnur. Til nafn- giftarinnar liggja aðrar ástæður. J. J. Rousseau var svo sem kunnugt er Genfarbúi, fæddur þar og uppal- inn. 200 ára afmæli hans var haldið liátíðlegt í Genf nokkrum mánuðum áður en Rousseau-stofnunin tók til starfa. Rousseau var að vísu ekki visindamaður, en eigi að síður um margt brautryðjandi nútíma uppeldisfræði. Með spámannlegri andagift og skarpskyggni sá hann *) Pierre Bovet, Vingt Ans de Vie, l’Institut .T. ,T. Rousseau, Neuchatel 1932. 4

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.