Menntamál - 01.04.1937, Page 58

Menntamál - 01.04.1937, Page 58
52 MENNTAMÁL sanní'ærður um að væri rétt: „Þarna er maðurinn, seni ég leita að, liinn rétli maður til að veita skólanum okk- ar forstöðu." Nokkrum dögum seinna skrifaði liann Bo- vet um málið og lillu siðar var hann fastráðinn lil að takast liið vandasama starf á hendur. Áræði og bjartsýni þurfti til þess að hrinda af stað annari eins nýjung og Rousseau-skólinn var 1912. Stofn- unin átti eklci von á neinum slyrk af opinberu fé. Hluta- féð var upphaflega eigi meira en svo, að það gat naum- ast hrokkið lengra en til þess að yfirstíga fyrstu hyrj- unarerfiðleika skólans. Önnur fjárliagshættan var sú, að þar sem stofnunin var einkafyrirtæki, sem ekki var viðurkennt af neinu ríkisvaldi, þá veitti nám þar ekki rétt til. embætta neinstaðar í veröldinni. Varð þvi ein- göngu að treysta á áliuga og fórnfýsi þeirra, sem viðs- vegar um lönd fyndu svo átakanlega til þarfarinnar fyrir rannsóknar- og kennslustofnun af þessu tagi, að þeir vildu leggja á sig mikið erfiði og kostnað til þess að stunda þar nám. Það skorli heldur ekki hrakspárn- ar þegar skólinn var að hlaupa af stokkunum. Stofn- endurnir létu þær sem vind um eyrun þjóta. Bovet sagði hiklaust lausri sinni góðu og öruggu prófessorsslöðu og Claiiaréde og aðrir hluthafar lögðu ótrauðir fram fjármuni sina í trú á hið góða málefni. Fyrstu misserin gekk allt að óslcum. Skólinn lióf starf sitt með 20 nemendum, næsta misseri urðu þeir 29, 47 hið þriðja og haustið þar á eftir var von á 00 nem- endum. En þá hljóp alvarleg snurða á þráðinn. Heims- styrjöldin var skollin á. Slíkur atburður hlaut að hafa hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir Rousseau-siofnun- ina, sem starfaði á alþjóðlegum grundvelli og fékk nemendur frá öllum menningarlöndum linattarins. Enda var svo komið að stríðinu loknu, að 1919 og þó eink- um 1920 lá við sjálft, að Rousseau-stofnunin yrði að loka og hætta störfum. Hið upphaflega hlutafé var nú

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.