Menntamál - 01.04.1937, Side 64

Menntamál - 01.04.1937, Side 64
58 MENNTAMÁL Merkilegt uppeldisfræðirit. Elsa Köhler: Aktivitetspedagogik. En vagled- ning. Under medverkan av svenska och norska liirare. Stockholm 1930. Bokförlaget Natur och Kultur. 432 hls. og 2 töflur. S. kr. 10.00. 12.00 i bandi. Síðasta áratuginn hefir risið meðal íslenzkra kenn- ara mikill áhugi á atliafnalífi í skólunum. Mikil- ein- læg og lofsverð viðleitni að stunda skólavinnu og hreyta orðaskólanum í vinnuskóla, er orðin ánægjulega al- menn meðal kennara. Hin geysimikla aðsókn að nám- skeiðum Kennarasambandsins, þar sem sænskir braut- ryðjendur vinnuskólans liafa leiðheint, sýnir vel slefn- una og áhugann. — Að vísu er „vinnuskóli“ okkar á ákaflega miklu gelgjuskeiði. Menn eru að þreifa sig áfrant — stundum ljarnalega og Itroslega, eins og von- legt er og' eðlilegt. Og enginn má verða hissa, þó að hin nýju tæki verði stundum að takmarki, og „vinnu- bókaaðferðin“ (sem raunar er engin sérstök aðferð) verði jafnvel að andlausum eftirhermum og páfagauks- hætti, eins og kverstaglið gamla! Það er engin von, að við liöfum undir eins siglt út fyrir öll sker. Áhugasamur kennari, sem er að þreifa sig áfram til lifandi og skynsamlegs skólastarfs, getnr varla feng- ið þarfari reka á fjöruna sína en bók þá, sem dr. Elsa Köhler gaf úl i Svíþjóð seint á síðastl. ári. Bókin er reist á vísindalegum uppeldisfræði- og skólavinnutil- raunum, sem þessi fræga vísindakona liefir unnið að þar í landi undanfarin fjögur ár. Má óhætt telja hana í allra fremstu röð uppeldisfræðilegra bóka á Norður- landamálum. Þykir mér því hlýða, að segja lesönd- um Menntamála frá henni. Dr. Elsa Köliler er austurrísk. Hún var dósent við uppeldisfræðistofnunina frægu í Vínarhorg 1925—’30, en

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.