Menntamál - 01.04.1937, Page 69

Menntamál - 01.04.1937, Page 69
MENNTAMÁL 63 notað hér lítilsháttar undanfarin ár, en þó mest á þessum vetri, eða eingöngu fyrir alla byrjendur, sem eru öll 7—10 ára börn. Maður er nefndur Washburne, og er einn merkasti skólamað- ur vorra tíma, enda vafalaust eitthvað kunnur flestum les- endum Menntamála,*) a. m. k. að nafni til. Áleðal merkustu verka hans eru kennslutæki þau, sem hann hefur látið útbúa til byrjunarkennslu i reikningi og móðurmáli, og byggð eru á vísindalegum rannsóknum á námshæfileikum barnanna. Kennslutæki þessi eru kennd við Winnetka, en það er bær sá, er höfundurinn starfar í, sem yfirmaður kennslumálanna. Washburne hefir rannsakað, hvernig raða þarf niður reikn- ingnum, til þess að hvað taki við af öðru, eftir þyngd viðfangs- efna og námsþroska nemendanna. Síðan er reikningnum skipt i stig, og þess vandlega gætt, að skilja ekki við hvert stig, fyr en það er fulllært. Vil eg nú fyrst lýsa lítilsháttar, hvernig þeim dæmum er skipað niðu, sem eg hefi minnst á og eru undirstaða alls reikn- ings, en síðan vil eg drepa á, hvernig þau eru æfð. Fyrstu 10 stigin i samlagningu eru þá þannig: 1. stig: 5+5; 2+2; 1+5; 4+1; 1+4; 2+1; 0+0 og 4+4. 2. stig: 3+1; 1+2; 1+6; 1+8; 1+1; 1+7; 1+3 og 3+5; 3. stig: 1+9; 4+2; 2+8; 5+4; 9+1; 6+1; 3+4 og 2+4; 4. stig: 5+1; 4+5; 3+2; 4+6; 3+3; /+1; 2+6 og 5+3; 5. stig: 8+2; 7+3; 2+0; 2+5; 8+1; 2+3; 3+7 og 4+6. 6. stig: 2+7; 3+6; 6+2; 8+0; 9+0; 7+2; 6+0 og 0+6; 7. stig: 5+0; 0+8, 0+2, 0+4, 3+0, 0+5, 6+3 og 5+2; 8. stig: 4+3, 4+0, 0+9, 0+7, 0+3, 0+1, 1+0 og 7+0; 9. stig er upprifjun þess, sem lært er. 10. stig: 8+8, 3+8, 6+6, 6+5, 7+7, 2+9, 9+2 og 9+9; 11. stig: 9+5, 7+4, 8+4, 8+3, 5+6, 4+7, 4+8 og 7+5; 12. stig: 9+6, 3+9, 7+6, 9+4, 9+3, 8+6, 8+5 og 8+7; 13. stig: 8+9, 4+9, 5+9, 6+7, 6+9 og 5+8; 14. stig: 6+8, 7+9, 7+8, 9+8, 9+7 og 5+7; 15. og 16. stig eru upprifjun þess, sem búið er að læra. Hér eru þá komin þessi 100 samlagningardæmi, sem talað hefir ver- ið um, vísindalega niðurraðað i stig eftir þyngd. Við sjáum, að röðin fer eklci eftir hæð talnanna. í frádrætti er röðin þannig: 1. stig: 0—0, 5—2, 8—4, 3—1, 9—8, 6—3, 2—1 og 12—6. 2. stig: 11—6, 9—1, 8—1, 5—1, 6—1, 7—1, 8—6 og 7—3. __3. stig: 7—4, 7—5, 16—8, 9—5, 6—4, 8—5, 5—4 og 4—2. *) Sjá t. d. grein eflir Sigurð Thorlacius í Skinfaxa, jan. 1932.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.