Menntamál - 01.04.1937, Side 75
MENNTAMÁL
69
máske fleiri fyrir tortryggninni en verðugt er. En ef eitthvað
í rnargnefndri lýsingu er nálægt réttu um einhvern kennara,
œtti sá hinn sami að hafa á liendi kennslu í kristnum fræð-
um? Gelur hann kennt kristin fræði?
En ekki nóg með þetta. Ritstjórinn hefir í sama tölublaði
stéttarblaðsins, sem honum er trúað fyrir, veizt að tveimur
stéttarbræðrum sinum i grein, sem hann nefnir „Kennarar og
kristindómur", og slaðhæfir rakalaust, að þeir hafi „gengið fram
fyrir skjöldu" i að ráðast á kennara „fyrir guðleysi og and-
stöðu við kristindóminn“. (Lesarinn athugi ofannefnda grein
og orðalag hennar, hún er sérkennileg í sinni röð). En eg verð
nú að segja: Maður, littu þér nær. Tveir kennarar aðeins tóku
til máls á fundi þessum i dómkirkjunni, og var ég undirritaður
annar þeirra, með örfá orð við fundarlokin. Aðeins af því,
að ekki komu fleiri kennarar til greina, fórum við báðir til rit-
stjórans til að frétta hann út af ritsmíðinni, og játaði hann
að liafa beint orðum sinum lil okkar. Ekki gat hann þó með
einu orði nefnt, i hvaða ált við töluðum, enda var liann alls
ekki sjálfur á fundinum, en bar hr. Arngrím Kristjánsson fyrir
fregninni, sem var reyndar viðstaddur, þegar ritstjórinn kveð-
ur okkur hafa „vegið aftan að kennurum varnarlausum“. Þá
spurðum við Arngrím. Hann kvaðst ekkert liafa sagt, er rieitt
tilefni gæti gefið til slikra skrifa.
Rétt eftir útkomu blaðsins bar saman fundum okkar próf.
Ásmundar Guðmundssohar, er hefir á hendi kristnifræðikennslu
í Kennaraskólanum, sem kunnugt er. Sagði ég honum, hverjar gjaf-
ir mér væru gefnar. Hann varð mjög hissa, því að hann lcvaðst
ekki hafa lieyrt mig segja eitt einasta misjafnt orð i garð kenn-
ara eða kennarastéttar (en hann hlýddi á allt, sem ég sagði).
Enda er sannleikurinn, að frekar máttu foreldrar taka lil sín
liin fáu orð mín þarna. Alveg sams konar unnnæli hafði hr.
Ingólfur Þorsteinsson skólanefndarformaður frá Langholti, sem
var fulltrúi á fundinum. Hafa báðir þessir menn leyft mér að
hafa þessi ummæli eftir sér í andsvari minu. Hvorugur þeirra
var viðriðinn dagskrármálið, sem var aðallega það, að ræða mögu-
leika á að stofna til námskeiða fyrir unglinga, sem sérstaklega
hefðu kristindómsfræðslu að markmiði, ásamt fleiru, eins og tíðlc-
ast á Norðurlöndum.
Elcki fæ eg séð, að hinn kennarinn, sem talaði einnig örstutt
og nefndi ekki neinn skóla eða kennara, eigi frekar skilið kveðj-
ur ritstjórans en ég. Telji nú einhverjir kennarar, að til sin
sé beint aðfinnslum af foreldra hálfu — á þessum safnaðar-