Menntamál - 01.04.1937, Page 81

Menntamál - 01.04.1937, Page 81
MENNTAMÁL 75 skólana; kennsla fer fram bœöi í borgaralegum og þjóðernisleg- um fræðum i öllum skólum; skólafánar, sem helgaðir eru ýms- um dýrlingum, en lögskipaðir og krossmörk setl á öll skólaher- bergi. BELGÍA. Kennarastéttin hefir vakið athygli á hinum slæma hag ungra kennara. 23 ára gamall kennari fær í laun 870 belga á mánuði, en vagnahreinsunarmaður fær 884 belga, skrifstofumenn 970 belga og embættismaður í miðlungsembætti 1000 l>elga. í bréfi til ráð- herrans hefir herra Spaak nýlega komizt svo að orði: „Að mínu áliti eru það kennarar og námumenn, sem eiga erf- iðast uppdráttar allra mi sem stendur.“ CANADA. ........ Til að létta af og koma í veg fyrir atvinnuleysi, hefir fjárhags- nefnd Winnipegborgar komið fram með tillögur um kennslu ungra manna á aldrinum 1(>—25 ára og 20—30 ára. TJEKKÓSLÓVAKÍA. í afmælisriti, sem Samband tjekkneskra kennara hefir gefið út, segir að það sé ætlun þeirra að vernda, þroska og verja til hins ýtrasta lýðræðisskipulag lands sins. Samband þetta hefir nú um 30 þús. meðlimi, karla og konur í kennarastétt. Það er skoðun þeirra, að það sé hlutverk kennarastéttarinnar að ala upp æskulýðinn og gjörvalla þjóðina til skilnings á al- þjóðafriðarstefnu og til varnar lýðræðishugsjónunum. Þeir segj- ast fallast á þær frumreglur, sem gefnar hafa verið af Masaryk, Benes og Stefanik. Þeir -eru samþykkir þeirri skoðun, sem Ma- saryk hefir lialdið fram, að þjóðfélög geti því aðeins staðizt, að þau haldi fast við þær frumreglur, sem voru ráðandi afl við inyndun þeirra. Þeir leggja áherzlu á, að þeir séu bundnir sterk- um böndum við Masaryk og Benes og við þá bandamenn, sem reynst hafa þeim trúir. „Orðtakið: Gjaldið tryggð með tryggð, ætti aldrei að gleymast með þjóð vorri. Og tjekkneskir kennarar munu ætíð verða minnugir þessara hugmynda". Sambandið álítur, að starfsemi kennara í stjórnmálafélögum sé mjög þýðingarmikil og skorar á alla meðlimi félagsskaparins að berjast gegn öllum og öllu, sem er gagnstætt lýðræðishugsjón- inni. Sambandið skorar á alla meðlimi lýðveldisflokksins að styrkja og styðja forsætisráðherrann Hodza í baráttu hans fyrir lýðræðinu. Markmið okkar er: Borgaralegt réttlæti öllum til handa, póli-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.