Menntamál - 01.04.1937, Side 84

Menntamál - 01.04.1937, Side 84
78 menntamA:. skólabarna um 2% milljón, svo að í lok ársins 1937 verður hann um 30 milljónir. Stalin hefir komið þvi íil leiðar, að kennaralaun hafa verið hækkuð og hefir það liaft milcil áhrif á þróun skólanna. Annar stór gjaldaliður eru barnagarðarnir, sem veitt er til 838 mill- jónir rúhlna 1937 eða 65% meira en næsta ár á undan. Tala þeirra barna, sem sækja barnagarðana árið 1937 ætti að verða 1.279.000. (Journal de Moscow, 19.1 .’37). París í sumar. Hér fer á eftir útdráttur úr tilkynningu frá le Syndicat na- tional des Instituteurs de France. Tilkynningin birtist i heilu lagi í Félagsblaðinu í marz síðastl.: Samband barnakennara í Frakklandi leyfir scr virðingarfyllst að gera yður kunnugt, að það hefir, i tilefni hinnar alþjóðlegu sýningar 1937 tekizt á hendur, i samráði við ríkisstjórn liins franska lýðveldis, að undirbúa alþjóðlegt uppeldismálaþing um barnafræðslu og alþýðufræðslu. Viðfangsefni skiptast í 8 flokka: 1. Almenn heimspeki uppeldisins. Uppeldisstefnur. 2. Sálarfræðin i þjónustu uppeldisins. 3. Kennsluaðferðir. 4. Þjóðlegt uppeldi og alþjóðleg samvinna. 5. Aðhlynning, rnótuii og þroskun persónuleikans. 6. Ytri aðbúð skólans. 7. Ný kennslutæki: Útvarp, kvikmyndir, grammófónar. 8. Lýðmenntun. Unglingasálarfræðin í þjónustu æskulýðsupp- eldis o. fl. Vér gefum fúslega allar upplýsingar. Umsóknir má senda til framkvæmdanefndar þingsins, sem skipuð er af kennarasam- bandinu. Forseti: André Delmas, rittari; Louis Dumas, fram- kvæmdarstjóri: Georges Lapierre. Útgefandi: Samband íslenzkra barnakennara. Útgáfustjórn: Sigurður Thorlacius, form., Guðjón Guðjónsson og Sigriður Magnúsdóttir. Ritstjóri: Sigurður Thorlacius, Austurbæjarskólanum. Afgreiðslu- og innheimtum.: Sigriður Magnúsdottir, Þórsgötu 19. Félagsprentsmiðjan.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.