Menntamál - 01.06.1955, Qupperneq 4
66
MENNTAMÁL
fræðslulögin nýju, er allmikill lagabálkur. Er þar fyrst
að nefna lög um skólakerfi og fræðsluslcyldu, þá lög um
fræðslu barna, lög um gagnfræðanám, lög um menntaskóla
og lög um húsmæðrafræðslu, öll frá árinu 1946 og enn
fremur lög um menntun kennara frá 12. marz 1947.
16. júní 1941 var samþykkt á Alþingi svohljóðandi
ályktun borin fram af Pálma Hannessyni þm. Skagf. og
Bjarna Bjarnasyni þm. Árn.:
„Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa milli-
þinganefnd skólafróðra manna til þess að rannsaka upp-
eldismál þjóðarinnar og gera tillögur um skipun þeirra,
þar sem stefnt sé að því að gera skólana sem hagfelld-
asta, samræma skólakerfið, ákveða betur en nú er starfs-
svið hinna ýmsu skóla og sambandið þeirra á milli.“
1943 skipar þáverandi menntamálaráðherra, Einar
Arnórsson, milliþinganefnd í skólamálum á grundvelli
þessarar þingsályktunar, sem var nokkurs konar erindis-
bréf nefndarinnar. í nefndina voru skipuð:
Jakob Kristinsson fræðslumálastjóri, form., frú Aðal-
björg Sigurðardóttir, Ármann Halldórsson, Ásmundur
Guðmundsson prófessor, Ingimar Jónsson skólastjóri,
Kristinn Ármannsson yfirkennari og Sigfús Sigurhjartar-
son alþingismaður. — Jakob Kristinsson hvarf þó brátt
úr nefndinni, en við formannsstörfum tók Ásmundur Guð-
mundsson, og Helgi Elíasson, síðar fræðslumálastjóri, tók
nú sæti í nefndinni.
Þessi nefnd samdi síðan frumvörp að þeim lögum, sem
áður voru talin. Var frumvörpunum mjög lítið breytt í
meðförum þingsins.
Þó að við köllum þessa skólalöggjöf fræðslulögin nýju,
eru fæst í ákvæði hennar ný. Að meginstofni er hún fram-
lenging á fyrri lögum og staðfesting á venjum, sem lengi
höfðu tíðkazt. Að vísu er fitjað þar upp á nokkurri ný-
breytni. Almennt skólahald á Islandi á sér ekki ýkja langa