Menntamál - 01.06.1955, Qupperneq 6
68
MENNTAMÁL
en þessi skóli var stofnaður, voru götur og torg bæjar-
ins full(t) af börnum, sem í stað þess að læra voru um há-
daginn við leik og læti. Síðan brá svo skj.ótt við, að það
vakti gleði hvers góðs manns að sjá fjölda barna hvern
tiltekinn tíma ganga í skóla. Þó skólinn hafi ekki staðið
lengi — 13 eða 14 ár — þá eru nú mörg af þeim börnum,
sem þar hafa menntazt, komin á fullorðins aldur', og vér
höfum menntun þeirri, sem þau hafa þar fengið það að
þakka, að það er eins og nýtt líf, dáðmeiri og betri bæjar-
bragur hafi hér síðan smám saman vaknað, og af þeirri
ungu kynslóð, sem þar hefur siðazt, eru margir afbragðs-
menn að reglusemi, atorku og menntun, enda eru þeir
félagslegri í hvívetna en hinir, sem litla eða enga mennt-
un hljóta og alast upp í einræningsskap og tilsagnar-
leysi.“
Þetta voru orð séra Matthíasar. Að minni hyggju hefur
hann reynzt glöggskyggn þarna sem oftar. Hin almenna
fræðsla hefur vafalaust áorkað miklu að því leyti að sið-
mennta menn og gera þá hæfari til félagsstarfsemi og
hvers konar aðlögunar að nýjum aðstæðum. Og hún hef-
ur einnig gert þeim fleiri vegi færa. Þeir hafa eignazt
fleiri kosta völ um atvinnu og störf. Hitt er aftur á móti
vafamál, að hún hafi orðið mjög til að efla þjóðlega
menningu fram yfir hið gamla heimilisuppeldi, þar sem
það stóð með blóma. En það er hvorttveggja, að ekki
nutu öll börn mikillar menntunar á heimilum sínum, og
svo versnuðu aðstæður, eftir því sem þau urðu fámenn-
ari. Helgi Thordersen bisltup, sem lengi var dómkirkju-
prestur í Reykjavík gerir ekki ófróðlegan samanburð á
uppfræðslu skólabarna og barna, sem njóta heimakennslu.
Honum farast svo orð: „Áður hafði ég fyrstur byrjað á
slíkum skóla (þ. e. barnaskóla) hér í Reykjavík, því að
borgarar höfðu prívat fengið mig til að kenna börnum
sínum, og eftir það ég var farinn, fengu þeir annan, þang-