Menntamál - 01.06.1955, Síða 9
MENNTAMÁL
71
þar, að hvert barn skuli hefja lestrarnám áður en það er
fullra 5 ára og varðaði fésektum, ef það dróst til 7 ára
aldurs. Á aldrinum 10—14 ára átti kristindómskennslan
fram að fara. Þessi tilskipun var í fullu gildi fram til 1907.
En 1880 voru sett lög henni til viðbótar um „uppfræðing
barna í skrift og reikningi.“ Langmesta og merkasta spor,
sem stigið hefur verið í þessum efnum, var setning
fræðslulaganna og laga um stofnun kennaraskóla 1907.
Guðmundur Finnbogason síðar landsbókavörður undirbjó
þá löggjöf, sem kunnugt er. í fræðslulögunum var ákveðin
skólaskylda barna á aldrinum 10—14 ára og heimilunum
jafnframt gert að skyldu, að börnin væru læs og skrifandi
10 ára gömul. Kröfur um kunnáttu fullnaðarprófsbarna
voru hvergi nærri litlar. Með þessum lögum var ekki lágt
stefnt. Mikill sóknarhugur hefur verið í þjóðinni eins og sjá
má á mörgum þeirra skólahúsa, sem reist voru um þessar
mundir. Þó skorti ekki úrtölur og andspyrnu. Einn hinna
vísu feðra, sem skipaði veglegan sess í menntamálum þjóð-
arinnar, komst svo að orði í umræðum um málið á Alþingi,
að hann væri viss um það, að almenn skólaskylda með öll-
um þeim kostnaði, sem henni fylgir, yrði fjárhagslegur
dauði fyrir þessa þjóð. En framsýni Hannesar Hafsteins,
sem sá „í anda knörr og vagna knúða“, mátti sín betur,
mannsins, sem skildi og skynjaði flestum betur fram-
vindu sinna tíma. Hannes Hafstein kaus þjóðinni til handa
„starfsmenn glaða og prúða.“ Það mundi verða hennar
dýrmætasta eign.
Ég hafði varla lokið við að pára þessi orð, þegar mér
varð litið út undan mér á blað Unesco, Courier. Þar sá
ég fréttaklausu um námsskeið, sem haldið var á vegum
Unesco í Liberiu. Fulltrúar sjö þjóða Vestur-Afríku sendu
að námsskeiðinu loknu bænarskjal til Unesco þess efnis,
að komið yrði á fót fræðslumiðstöð fyrir lönd sín.
Þessi tilmæli voru studd þeim rökum, að allsherjar upp-
fræðsla væri vænlegasta leiðin til að ráða niðurlögum