Menntamál - 01.06.1955, Side 11
MENNTAMÁL
73
Þeir gagnfræðaskólar, sem síðar voru stofnaðir, voru
að mestu leyti sniðnir eftir þeim, sem fyrir voru. Ýmsir
héraðskólanna komu aftur á móti á hjá sér talsverðu verk-
námi. Enn fremur var slíkt nám farið að tíðkast í ein-
staka gagnfræðaskóla nokkuru áður en fræðslulögin voru
endurskoðuð síðast.
Þegar kom fram um og yfir 1940, tók aðsókn mjög að
aukast að ffamhaldsskólum, einkum í kaupstöðum. Þessa
auknu aðsókn nefndi þáverandi menntamálaráðherra, Her-
mann Jónasson, sem eina af höfuðástæðunum til þess, að
endurskoða þyrfti skólalöggjöfina í heild. Og þessari að-
sókn hefur ekki linnt síðan. Nú í vetur eru t. d. 418 nem-
endur í 3. bekkjum gagnfræðaskólanna í Reykjavík, en
487 stóðust unglingapróf, 2. bekkjar próf, s. 1. vor. Það
eru því rúmlega 85% þeirra, sem sækja skóla án þess að
vera skyldaðir til þess. Að vísu eru í þriðju bekkjum
nokkurir nemendur, sem voru í þriðja bekk í fyrra og fá-
einir utan af landi. Hins vegar fara ekki allfáir unglinga-
prófsnemendur einnig í aðra skóla en gagnfræðaskóla t.
d. iðnskóla og verzlunarskóla og vafalaust talsvert meira
en hinu nemur. Þessi aukna aðsókn hafði í för með sér ný
vandamál fyrir gagnfræðaskólana. Því er svo farið, að
mannfólkið er mismunandi gáfum gætt. Fyrr á árum höfðu
fáir aðrir knúið dyra hjá gagnfræðaskólunum en þeir,
sem nokkurn veginn gátu staðizt námskröfur þeirra. Ef
aðrir slæddust með, áttu þeir þar yfirleitt ekki langa né
gifturíka setu. Það var því ekki nema um tvo kosti að
velja, annað hvort að finna þessum nýju nemendum verk-
efni, sem þeim voru ekki algjörlega um megn, eða vísa
þeim á bug. Það er engin tilviljun, að samtímis því sem
þessi aðsókn hefur verið að vaxa svo hröðum skrefum
tvöfaldast fjöldi þess fólks, sem stundar iðnað og iðju í
landinu. Undirrótin að þessari auknu skólasókn er án efa
breyttir atvinnuhættir, aukin tækni, ekki einungis í iðn-
aði, heldur og í ýmsum fleiri starfsgreinum. Afleiðing