Menntamál


Menntamál - 01.06.1955, Side 11

Menntamál - 01.06.1955, Side 11
MENNTAMÁL 73 Þeir gagnfræðaskólar, sem síðar voru stofnaðir, voru að mestu leyti sniðnir eftir þeim, sem fyrir voru. Ýmsir héraðskólanna komu aftur á móti á hjá sér talsverðu verk- námi. Enn fremur var slíkt nám farið að tíðkast í ein- staka gagnfræðaskóla nokkuru áður en fræðslulögin voru endurskoðuð síðast. Þegar kom fram um og yfir 1940, tók aðsókn mjög að aukast að ffamhaldsskólum, einkum í kaupstöðum. Þessa auknu aðsókn nefndi þáverandi menntamálaráðherra, Her- mann Jónasson, sem eina af höfuðástæðunum til þess, að endurskoða þyrfti skólalöggjöfina í heild. Og þessari að- sókn hefur ekki linnt síðan. Nú í vetur eru t. d. 418 nem- endur í 3. bekkjum gagnfræðaskólanna í Reykjavík, en 487 stóðust unglingapróf, 2. bekkjar próf, s. 1. vor. Það eru því rúmlega 85% þeirra, sem sækja skóla án þess að vera skyldaðir til þess. Að vísu eru í þriðju bekkjum nokkurir nemendur, sem voru í þriðja bekk í fyrra og fá- einir utan af landi. Hins vegar fara ekki allfáir unglinga- prófsnemendur einnig í aðra skóla en gagnfræðaskóla t. d. iðnskóla og verzlunarskóla og vafalaust talsvert meira en hinu nemur. Þessi aukna aðsókn hafði í för með sér ný vandamál fyrir gagnfræðaskólana. Því er svo farið, að mannfólkið er mismunandi gáfum gætt. Fyrr á árum höfðu fáir aðrir knúið dyra hjá gagnfræðaskólunum en þeir, sem nokkurn veginn gátu staðizt námskröfur þeirra. Ef aðrir slæddust með, áttu þeir þar yfirleitt ekki langa né gifturíka setu. Það var því ekki nema um tvo kosti að velja, annað hvort að finna þessum nýju nemendum verk- efni, sem þeim voru ekki algjörlega um megn, eða vísa þeim á bug. Það er engin tilviljun, að samtímis því sem þessi aðsókn hefur verið að vaxa svo hröðum skrefum tvöfaldast fjöldi þess fólks, sem stundar iðnað og iðju í landinu. Undirrótin að þessari auknu skólasókn er án efa breyttir atvinnuhættir, aukin tækni, ekki einungis í iðn- aði, heldur og í ýmsum fleiri starfsgreinum. Afleiðing
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.