Menntamál


Menntamál - 01.06.1955, Page 13

Menntamál - 01.06.1955, Page 13
MENNTAMÁL 75 þeim styttist barnafræðslustigið um eitt ár frá því, sem áður var, gagnfræðastigið lengdist um eitt ár og mennta- skólar urðu fjögurra ára skólar. Miðað var við það, að und- irbúningi undir menntaskóla og sérskóla væri lokið úr 3. bekk gagnfræðaskóla, en 4. bekkur þessara skóla ætlaður þeim, sem ekki hugðu á frekara framhaldsnám. — Enn fremur mæla þessi lög fyrir um 8 vetra fræðsluskyldu. Það er þrennt, þó einkum tvennt í þessum lögum, sem veruleg ástæða er að gera að umræðuefni hér. Það er í fyrsta lagi lenging fræðsluskyldunnar eða skólaskyldunn- ar. Ég kýs heldur að kalla það skólaskylda, því að í reynd- inni er að mestu leyti um skólaskyldu að ræða. I öðru lagi tengslin milli gagnfræðastigs og menntaskóla eða með öðr- um orðum landspróf miðskóla og þá í þriðja lagi stytting barnaskólans. Skólaskyldan var lengd um eitt ár með nýju lögunum. Henni lyktaði áður á því ári, sem barnið varð fullra 14 ára, en nú á því ári, sem það verður 15 ára. Þessi lenging var gerð með ráði mikils þorra skólanefnda og skólastjóra um land allt. Nú þóttist ég leiða að því nokkur rök hér að framan, að nútíma-þjóðfélagi sé nauðsyn á því að tryggja lágmarksfræðslu þegna sinna. En þau rök segja vitaskuld ekkert til um það, hvað sé hæfilega löng skólaskylda á okk- ar landi. Ég hef sýnt fram á það, að meginþorri unglinga sækir almenna skóla jafnvel einum vetri fram yfir það, sem skólaskylda nær, að minnsta kosti í þéttbýlinu, svo að ákvæðið um lengingu skólaskyldunnar snertír í raun- inni ekki nema lítið brot úr einum aldursflokki. Mér þótti sennilegt, að nemendum í þeim aldursflokki mundi fækka um það bil um 5—10%, ef það væri aftur úr gildi numið. Þetta getur því virzt harla lítilsvert ákvæði. Að minnsta kosti mundu verða mikil vonbrigði þeirra, sem vænta sér þess, að kostnaður við skólahald mundi lækka til muna af þeim sökum. Ég leyfi mér að efast um, að þeir yrðu varir við þá lækkun í sköttum sínum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.