Menntamál


Menntamál - 01.06.1955, Síða 14

Menntamál - 01.06.1955, Síða 14
76 MENNTAMÁL En þótt þetta ákvæði nái í reyndinni til svo fárra, tel ég það samt ekki einskisvert. Að minni hyggju og minni reynslu mundi margt þeirra unglinga, sem þjóðfélagið hefir ef til vill hvað mesta ástæðu til að auðsýna umhirðu, fyrst og fremst hverfa úr skólunum, bæði gáfnatregir unglingar og unglingar, sem njóta lítillar umhyggju af heimilanna hálfu og eiga þau þess oft lítinn kost eða með öðrum orðum þeir unglingar, sem sízt eru sjálfbjarga og vandasamast er að gera að farsælum þjóðfélagsþegnum. Nú vil ég ekki halda því fram, að skólar okkar hafi yfirleitt tekið sérstaklega viturlega á málum þessara unglinga, en samt eru þeir mörgum þeirra hið skásta athvarf, sem völ er á. Hinn kosturinn er venjulega alger slæpingsskapur og hirðuleysi. Sennilega er bezt að geta tengt skólavist þess- ara unglinga nokkurri vinnu, ef hennar er kostur. Iðju- leysið og sjálfræðið er þeim hættulegast. Úr hópi þessa fólks kemur einkum vandræðafólkið, sem alltaf er að bíða ósigur, alltaf að glata sjálfstrausti og sjálfsvirðingu unz það verður byrði á samfélaginu. Ódýrasta ráðið til þess að forðast slíkt er sennilega það, að þjóðfélagið hafi það í sinni umsjá, þangað til það er vaxið inn í gagnleg störf, ef svo má að orði komast, og reyna svo að sjá til, að það hald- ist við þau störf. Það er að minnsta kosti vafasöm ráðstöf- un að sleppa fram af því beizlinu á mjög ungum aldri. Það er hverjum manni nú á dögum alvarlegur hnekkir að fara mjög á mis við almenna uppfræðslu. Hann getur verið svo illa settur gagnvart atvinnu, að helzt megi jafna til örorku. Þau störf, sem unnin verða án slíkrar upp- fræðslu, eru orðin tiltölulega fá og henta hvergi nærri öllum. Það er því ekki út í hött, að þjóðfélagið reyni að tryggja þegna sína gegn þess konar skorti. Það verður vart gert nema með almennri skólaskyldu. Landspróf miðskóla. Ákvæðin um landspróf miðskóla eru ekki fyrirferðarmikil í sjálfum lögunum, lítið fram
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.