Menntamál - 01.06.1955, Síða 15
MENNTAMÁL
77
yfir það, að slíkt próf skuli haldið og þeim, sem því lýk-
ur, skuli veitast réttur til inngöngu í sérskóla og mennta-
skóla með þeim takmörkunum, er kunna að verða settar
í lögum þeirra eða reglugerðum. Allt annað, sem lands-
prófið varðar, tilhögun þess og kröfur til að standast það,
er ákveðið í reglugerð og með fyrirmælum landsprófs-
nefndar.
Á þessari landsprófsskipan eru frá mínu sjónarmiði
bæði kostir og gallar, jafnvel miklir kostir og miklir gallar.
Til kosta tel ég að nemendur eru 2—3 árum eldri, þegar
þeir taka ákvörðun um menntaskólanám en áður var og
þá jafnframt þroskaðri. Fyrirætlanir þeirra um fram-
tíðina eru teknar að skýrast og þeir ekki eins háðir ýms-
um duttlungum eða áhrifum félaga sinna. Þeir vita og
betur, að hverju þeir ganga. En höfuðkostur þessa fyrir-
komulags er sá, að það auðveldar stórlega íbúum dreifbýl-
isins, raunar landsins alls utan Reykjavíkur og Akureyr-
ar, aðgöngu að æðri menntun. Það er miklu hægara að
kosta nemendur 4 ár í menntaskóla heldur en 6—7. Og
nemendur eru færari um að vinna að nokkuru fyrir sér
eftir 16 ára aldur en fyrir. Auk þess eru vandkvæði á því
að senda 13—14 [ára] börn frá sér um langan veg og láta
þau dveljast þar umsjónarlaust eða umsjónarlítið. Því
aldursskeiði er full þörf á vernd foreldra. ,
Þeir erfiðleikar, sem á því hafa verið að koma ungling-
um til framhaldsnáms, hafa ekki valdið litlu um það, að
fólk hafi flutzt búferlum úr dreifbýlinu. Ýmsir, sem hafa
verið búnir að koma sér þar vel fyrir, hafa yfirgefið hús
og heimili og aldrei fest yndi í hinum nýju heimkynnum.
Margir þessara manna hafa verið máttarstoðir byggðar-
laga sinna, en hálfslitnir úr tengslum við samfélagið, eftir
að þeir fluttust þaðan.
Þá hefir þessi skipan orðið til þess að efla mjög fram-
haldsfræðslu víða um land. Og það er ekki lítilsvert hverju
byggðarlagi.